Tónlistarkonan Alyria sendir frá sér nýtt lag

frettinInnlendarLeave a Comment

Í dag þann 1. apríl kom út nýtt lag Wish You Could eftir tónlistarkonuna Alyria.
 
Álfrún Kolbrúnardóttir eða Alyria eins og hún kallar sig, byrjaði að gefa út tónlist fyrir rúmlega tveimur árum með góðum árangri og gefur nú út sitt sjötta lag.
 
Lagið er uppbyggilegt og tileinkað unnusta hennar og öllum þeim sem eiga það til að finna sig á dimmum stað og sjá ekki alltaf allt það fallega sem í þeim býr.
 
Álfrún gefur út lagið í þeirri von um að það fái fleiri til að líta inn á við og finna ljósið og fegurðina sem þar býr, að vera ekki hrædd/ur við að taka stökkið og elta alla þá drauma sem þar búa því að við eigum okkur öll drauma sem að við ættum ekki að vera hrædd við að elta.

Lagið er samið af Álfrúnu (Alyriu) og útsett af Birgi Erni Magnússyni.

www.flame.is

Hægt er að hlusta á lagið hér að neðan á Spotify og sjá myndbandið af þessari glæsilegu og hæfileikaríku söngkonu sem er komið á YouTube.


Skildu eftir skilaboð