Mesta aflaverðmæti frá upphafi eftir túr í Barentshafið

frettinInnlendarLeave a Comment

Frystitogarinn Örfirisey RE landaði mesta aflaverðmæti frá upphafi eftir túr í Barentshafið í vikunni.

Það er orðið árvisst að nokkrir frystitogarar fara á þessum tíma á hverju ári í Barentshafið og þau skip sem þangað hafa farið hafa iðulega gert mjög svo góða túra. Þessu er greint frá á Aflafrettir.is þá en einnig hefur verið greint frá verulega góðum túrum hjá Arnari HU og Sólborgu RE.

Togarinn Örfirisey RE hefur undanfarin ár verið einn af þeim togurum sem hafa farið í Barentshafið, og í ár fer togarinn tvo túra.

Örfrisey RE kom til Vopnafjarðar um 25 mars og var þá með alls 1111 tonna afla og af því þá var þorskur um 945 tonn. Arnar H Ævarsson var skipstjóri í þessum túr og sagði hann í samtali við Aflafrettir.is að veiðarnar væru mjög gloppóttar. Leiðinda veður var á þeim í túrnum og þegar að brælur voru þá hrundi veiðin alveg niður í 100 kg á klukkutímann.

Mikið var um Rússneska togara þarna á miðunum enn rússar hafa verið duglegir í að kaupa meðal annars frystitogara frá Íslandi, t.d gamla Baldvin Njálsson GK og síðan tvo togara sem voru mjög mikil aflaskip í Barentshafinu á sínum tíma. Þerney RE og Þór HF sem stálskip gerði út.

Að sögn Arnars þá sparast hátt í 2 sólarhringar með því að landa á Vopnafirði miðað við að þurfa að sigla alla leið til Reykjavíkur og svo þaðan á miðin aftur. Örfirsey RE hefur áður landað á Vopnafirði því togarinn landaði þar í apríl árið 2020, og var þá með einn mesta afla sem að skipið hefur komið með í einni ferð eða 1540 tonn.

Meðalverðið úr þessum túr var því um 562 krónur sem er feikilega gott meðalverð segir á vef Aflafrétta.

Skildu eftir skilaboð