Vesturveldin hafa beitt refsiaðgerðum gegn sjálfum sér – hvernig á fólk að lifa þetta af?

frettinErlent1 Comment

Með því að beita refsiaðgerðum gegn Rússlandi án áætlunar um að fá eldsneyti annars staðar frá í staðinn gæti Evrópusambandið hafa skaðað sig sjálft meira en Rússland, vegna innrásar Rússa í Úkraínu, sagði fyrrverandi breski ríkiserindrekinn Alastair Crooke í þættinum "Going Underground" á RT á laugardaginn.

Stjórn Evrópusambandsins í Brussel gerði rangt með því að flýta sér til að knésetja Rússland með refsiaðgerðum án þess að hafa haft varaleið til að útvega eldsneyti.

„Að mörgu leyti hefur Evrópa ekki sett refsiaðgerðir gegn Rússlandi, heldur hún hefur beitt refsiaðgerðum gegn sjálfri sér“ sagði Crooke og benti á að átökin í Úkraínu væru í meginatriðum greidd með 100 milljörðum dollara af ESB-fé sem áður var sent til Rússlands sem greiðsla fyrir eldsneyti.

Vestur-Evrópubúar „geta ekki fengið gas annars staðar frá sem gæti komið í staðinn fyrir rússneska gasið.“ Með því að slíta sig frá því án þess að hafa verið með varaleið hefur álfan undirritað sinn eigin dauðadóm, þar sem almenningur mun eiga erfitt með að lifa af við tveggja stafa verðbólgu án mikilvægra vara (sem nú eru undir viðskiptabanni)  eins og ýmis konar áburðar og ákveðinna tegunda matvæla, hélt hann áfram.

„Ég sé engin merki þess að Evrópubúar hafi hugleitt afleiðingar þess sem þeir voru að gera,“ sagði Crooke og gaf til kynna að „áhuginn“ á að knésetja Rússland hafi skyggt á skynsemi þeirra.

ESB fær 40% af sínu gasi frá Rússlandi, en tilboð Bandaríkjanna um fljótandi jarðgas mun aðeins dekka 4% af þörfum þess og Katar getur ekki útvegað afganginn.

„Þeir fara í þessa refsiaðgerðir án nokkurrar umhugsunar og segja allt í einu „við ætlum að hætta að reiða okkur á rússneska olíu eða gas innan ársins“ - „Hvernig þá?“ spurði Crooke og undraðist hvernig álfan gat ekki séð fyrir að Rússar myndu krefjast greiðslu fyrir gasið sitt í rúblum.

„Almenningi mun svíða undan verðlaginu ... gas og rafmagn hefur hækkað um 50%, það mun líklega hækka um 100% til viðbótar fyrir lok þessa árs. Hvernig á fólk að lifa þetta af?“

Heimild.

One Comment on “Vesturveldin hafa beitt refsiaðgerðum gegn sjálfum sér – hvernig á fólk að lifa þetta af?”

  1. Build Back Better eins og flestir ráðamenn ríkja í Evrópu hafa sagt á Covid tímanum. En til þess þarf að koma allsherjar hrun til að koma á The Great Reset. Viðskiptaþvinganir á Rússa eru til að tryggja að Evrópa hrynur fjárhagslega og upp úr rústunum mun koma nýtt skipulag, new world order sem Joe Biden minntist á í ræðu sinni nýlega. Digital currency – social credit score – health passport .. það er allt í full swing hjá vini okkar Klaus Schwab og Davos klíkunni.

Skildu eftir skilaboð