Dísella Lárusdóttir hlaut Grammy-verðlaun

frettinInnlendarLeave a Comment

Sópr­an­söng­kon­an Dísella Lár­us­dótt­ir hlaut í kvöld Grammy-verðlaun­in sem veitt voru í 64. skipti við hátíðlega at­höfn í Las Vegas.

Söngkonan hlaut verðlaunin fyrir hlutverk sitt í Philip Glass óperunni Akhnaten, þar sem hún söng og túlkaði Taia, drottningu, móður Akhnatens.

Dísella hefur sungið í Metropolitan óperunni í New York á Ítalíu og víðar.

Í tilkynningu á síðunni OperaWire segir:

Grammy-verðlaunin hafa tilkynnt sigurvegara klassískrar tónlistar.

Bestu óperuupptakan fékk „Akhnaten“ frá Metropolitan óperunni. Verðlaunin tóku við þeim Anthony Roth Costanzo, Zachary James og Dísella Lárusdóttir. Meðal annarra sigurvegara sem voru hluti af upptökunni voru framleiðandinn David Frost, The Metropolitan Opera Orchestra; The Metropolitan Opera Chorus, hljómsveitarstjóri Karen Kamensek og J'Nai Bridges.

Á facebook síðu söngkonunnar má sjá fjöldann allan óska henni til hamingju með þennan frábæra árangur.

Hér má sjá Dísellu taka við verðlaununum ásamt kollegum sínum.

Skildu eftir skilaboð