Viktor Orban vinnur kosningasigur í Ungverjalandi – andstæðingarnir ekki bara innanlands

frettinErlentLeave a Comment

Ungverski forsætisráðherrann til síðustu 12 ára, Viktor Orban, vann sigur í þingkosningunum sem fram fóru á sunnudag.

Hann sagði að flokkur hans væri sigursæll þrátt fyrir afskipti vinstri aflanna heima fyrir og „andstæðinga“ um allan heim, þar á meðal Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu og pólitíska auðkýfingsins George Soros.

„Við höfum slíkan sigur, að hann sést frá tunglinu og örugglega sést hann frá Brussel,“ sagði Orban við stuðningsmenn sína á sunnudagskvöld og vísaði þar til átaka flokks síns við leiðtoga Evrópusambandsins. „Við munum muna eftir þessum sigri allt til æviloka því við þurftum að berjast við mikinn fjölda andstæðinga.“

Þessir öfl voru ekki aðeins stjórnarandstöðuflokkar í Ungverjalands, sagði hann, heldur einnig „embættismennirnir í Brussel, Soros heimsveldið með öllum sínum peningum , alþjóðlegu meginstraums fjölmiðlarnir og í lokin var það einnig Úkraínuforseti. Við höfum aldrei átt jafn marga andstæðinga á sama tíma.“

Bandalag Orbans hafði betur gegn kosningabandalagi sex stjórnarandstöðuflokka í kosningunum á sunnudaginn. „Allur heimurinn getur séð að stefna okkar um kristilega lýðræðisleg, íhaldssöm og þjóðrækin stjórnmál hefur sigrað“ sagði Orban.

Í aðdraganda kosninganna var Orban lýst sem „stuðningsmanni Pútíns“ af andstæðingum og vestrænum fjölmiðlum, vegna þess að hann var andvígur því að taka sterkari afstöðu gegn Rússlandsforseta vegna innrásarinnar í Úkraínu.

Í aðdraganda kosninganna hafði Zelensky forseti Úkraínu gefið sér tíma frá því að verjast innrás Rússa til að kvarta yfir því að Orban hefði látið hjá líða að fordæma Pútín eða aðstoða stríðsrekstur Úkraínustjórnar.

„Hann er nánast sá eini í Evrópu sem styður herra Pútín opinberlega,“ sagði Zelensky.

Orban hefur reynt að halda Ungverjalandi frá átökunum og sagði að sending vopna til Úkraínu myndi gera land sitt að skotmarki fyrir hefndaraðgerðir Rússa. Hann hefur einnig staðist þrýsting um að loka á rússneska olíu og jarðgas og sagði að Ungverjaland hefði enga aðra tiltæka birgja til að mæta eldsneytisþörf landsins. Með því tók Orban ábyrgari afstöðu til þarfa eigin lands en forysta Evrópusambandsins hefur veri sökuð um að gera og Fréttin fjallaði um hér.

„Þetta er ekki okkar stríð, við verðum að halda okkur utan við það,“ sagði Orban á kosningafundi á föstudag. Hann bætti við: „Zelensky kýs ekki í dag, og  „Pútín býður ekki fram í ungversku kosningunum.“

Heimild.

Skildu eftir skilaboð