Brynjar biðst afsökunar á leiðindum sínum – „stjórnarandstaðan er enn leiðinlegri“

thordis@frettin.isInnlentLeave a Comment

Brynjar Níelsson aðstoðarmaður dómsmálráðherra skrifar um ofbeldisumræðuna á Facebook sem hann segir hafa þróast mjög hratt hér á landi og að ofbeldishugtakið hafi verið talsvert útvíkkað. Brynjar segir að almenn leiðindi teljist ofbeldi, sem er ekki gott fyrir hann sjálfan. Hann segist vera fullur iðrunar og biður landsmenn afsökunar á leiðindum sínum árum saman.  En stjórnarandstaðan er enn leiðinlegri, segir Brynjar. Hún tekur þingið í gíslingu með endalausum ræðum um ekki neitt þannig að meirihlutinn kemur engum málum í gegn  og heldur sig endurspegla þjóðarviljann þrátt fyrir að fáir greiði þeim atkvæði í kosningum.

Brynjar spyr að lokum hvers vegna stjórnarandstaðan geti ekki verið jafn skemmtileg og Bubbi vinur hans eða Edda Falak, sem eru alveg laus við hvers kyns ofbeldi.

Skildu eftir skilaboð