Repúblikanar biðja Elon Musk að opna Twitter aðgang Donalds Trump

frettinErlentLeave a Comment

Repúblikanar í Bandaríkjunum biðja Elon Musk um að endurvekja Twitter aðgang Donald Trump fyrrum Bandaríkjaforseta eftir að Musk varð stærsti hluthafinn í fyrirtækinu. En eins og kunnugt var lokaði miðillinn á forsetann í janúar 2021.

Elon Musk, hefur sagst vilja halda sig utan stjórnmála en skrif hans á samfélagsmiðlum og víðar gefa þó til kynna að hann hafi ákveðnar pólitískar skoðanir. Rétt eins og Donald Trump gerði um daginn, sendi Musk baráttukveðjur til vörubílalestarinnar í Kanada og styrkti hana um milljónir. Musk hefur sagt frá því að hann sé mótfallinn skyldubólusetningum og hefur líkt Justin Trudeau forsætisráðherra við Hitler.

„Mun nýi meirihlutaeigandinn skila tjáningarfrelsinu aftur til Twitter?" Svo spurði repúblikaninn og þingkonan Marjorie Taylor Greene. „Það mun krefjast hugrekkis vegna þess að stjórn fyrirtækisins fjárfestir mikið í ákveðnum iðnaði og án efa munu koma fram hótanir. Samt sem áður mun endurreist málfrelsi gera okkur öllum kleift að sigra þá,“ sagði Greene.

Gengi hlutabréfa Twitter hækkaði um 25 prósent eftir að Musk keypti 9,2 prósenta hlut í fyrirtækinu og varð hann þar með stærsti utanaðkomandi hluthafinn, en hann á þó ekki meirihluta hlutafjársins.

Samkvæmt gögnum frá verðbréfaeftirlitinu sem birt var á mánudaginn á Musk 73.486.938 hluti í Twitter. Miðað við lokagengi félagsins á föstudag er hluturinn 2,89 milljarða dala virði, að því er CNBC greindi frá.

Musk, sem er með yfir 80 milljónir Twitter-fylgjenda, keypti í Twitter aðeins nokkrum vikum eftir að hafa gagnrýnt fyrirtækið fyrir að fylgja ekki meginreglum málfrelsis.

Heimild.

Skildu eftir skilaboð