Twitter lokaði á fyrrum vopnaeftirlitsmann SÞ fyrir gagnrýni á stríðið og Bandaríkjaforseta

frettinErlentLeave a Comment

Samfélagsmiðlinn Twitter lokaði í gær aðgangi Scott Ritter, fyrrverandi eftirlitsmann Sameinuðu þjóðanna í Írak frá 1991. Hann var einnig foringi í njósnasveit bandarískra landgönguliða í stríðinu fyrir botni Persaflóa árið 1991.

Árið 1992 andmælti Ritter staðhæfingum Bandaríkjahers um að bandarískar herþotur hefðu eyðilagt íraska skotpalla fyrir Scud-eldflaugar í Persaflóastyrjöldinni. The New York Times hafði eftir honum að engum slíkum skotpöllum hefði verið grandað.

Twitter aðgangi hans var lokað fyrir misnotkun og áreiti en opnaður aftur um sólarhring síðar. Lokunin átti sér stað eftir að Ritter setti inn færslu um að alþjóðalögreglan í Úkraínu hafi framið fjölda glæpa í Bucha og að Joe Biden Bandaríkjaforseti væri að reyna flytja ábyrgðina yfir á Rússa og hjálpa til við glæpina. Til hamingju Bandaríkin, við höfum búið til enn einn forseta sem fremur stríðsglæpi.

Skildu eftir skilaboð