Ekkert ólöglegt við mótmæli Frelsislestarinnar í Kanada – stjórnvöldum stefnt fyrir dómstóla

frettinErlentLeave a Comment

Kanadíska ríkisstjórnin traðkaði á grundvallarmannréttindum með COVID-takmörkunum sínum, fór svo fram úr sér í samskiptum við Frelsislestina og verður nú að svara fyrir gjörðir sínar fyrir dómstólum í fjölmörgum málaferlum sem eru fyrir dómstólum, þar á meðal í máli höfðað af fyrrverandi fylkisstjóra í Kanada, segir hinn virti stjórnarskrárlögfræðingur, Keith Wilson.

Keith Wilson kom fram á Youtube-rás Viva Frei lögfræðings í Montreal 25. mars og benti á að ákæran um ódæðisverk á hendur skjólstæðingi hans og leiðtoga Frelsislestarinn, Tamara Lich, væri tilhæfulaus. Tamara hafa ráðlagt vörubílstjórunum að færa sig og verða við kröfum lögreglunnar, að loka ekki neyðarakbrautum, sagði hann.

Wilson er einnig lögfræðingur Brian Peckford, fyrrverandi forsætisráðherra Nýfundnalands, sem hefur höfðað mál gegn alríkisstjórninni fyrir að hafa brotið kanadíska réttindasáttmálann með því að banna óbólusettu fólki að fara úr landi, ferðast í rútu, lest eða skipi.
„Auðvitað munum við geta sýnt fram á brot á sáttmálanum sagði Wilson og bætti við að stjórnvöld hefðu takmarkað ferðafrelsi, öryggi einstaklingsins og skoðanafrelsi.

Wilson sagði að hann myndi ekki geta lifað í sátt við sjálfan sig ef hann hefði ekki hjálpað Frelsislestinni þegar hann var beðinn um aðstoð frá JCCF (Justice Center for Constitutional Freedoms) 1. febrúar sl.

„Ég hef haft mjög miklar áhyggjur af því hvert landið okkar stefnir sagði hann. „Ég hef haft miklar áhyggjur af því að traðkað sé á borgaralegum réttindum og skerðingu réttinda og ofsafengnum viðbrögðum við COVID. Ég hef haft svo miklar áhyggjur af framtíð barnanna minna, miklar, miklar áhyggjur og fékk innblástur af því sem vörubílstjórarnir voru að gera.

Wilson lýsti því líka yfir að mótmæli Frelsislestarinnar hefðu ekki verið ólögleg á neinum tímapunkti, jafnvel þó Trudeau forsætisráðherra hafi kallað mótmælin ólögleg og helstu fjölmiðlar hafi tekið undir það.

Reyndar stóð hæstaréttardómari í Ontario með bílalestinni. Þegar lögbann var sett á notkun bílflautanna því dómarinn sagði  einnig „að því tilskildu að farið sé að skilmálum þessa úrskurðar er sakborningum og öðrum mönnum frjálst að taka þátt í friðsamlegum, löglegum og öruggum mótmælum.

Oft var ekki greint rétt frá því sem gerðist á vettvangi. Þó að lögreglan í Ottawa hafi oft lýst því yfir að hún hefði handtekið fjöldann allan af mótmælendum Frelsislestarinnar, minntist hún aldrei á að mörg tilvikanna hafi verið vegna aðstoðar við vörubílstjórana eftir að fólk skar dekk eða klippti bensínleiðslur, sagði Wilson. Lögreglan samdi einnig við vörubílstjórana um það hvaða götur þeir fengju að loka á meðan á mótmælunum stóð. Þegar hitna fór í kolunum lokaði lögreglan Laurier Avenue til að koma í veg fyrir umferð í austur-vestur, þrátt fyrir að þar enginn væri vörubíll eða ökutæki mótmælenda í þeirri götu.

Ástæða ríkissaksóknara Kanada fyrir frystingu bankareikninga var byggð á yfirlýsingu lögreglumanns sem byggði vitnisburð sinn á því sem hann las í fréttum, sagði Wilson og bætti við að dómstólar treystu ekki sögusögnum þriðju aðila. „Þetta er svo fáránlegt. Við vorum í þessari hringavitleysu allan tímann, fjölmiðlar sögðu eitthvað, lögreglan sagði síðan, jæja, fréttirnar segja það, síðan segja fjölmiðlar, jæja, lögreglan sagði það.

Wilson hefur þegar fengið staðfestingu á því að flutningabílstjórarnir og stuðningsmenn þeirra hafi verið rægðir. Barry MacKillop, aðstoðarforstjóri FINTRAC, alríkisstofnunarinnar sem leitar uppi hryðjuverkfjármagn og glæpsamlegt peningaþvætti, sagði við fjármálanefnd þingsins að ekkert ólöglegt hefði átt sér stað hjá Frelsislestinni.

MacKillop sagði: „Það var fólk um allan heim sem var komið með nóg af COVID og frétti svo að mótmælunum. Ég tel að fólkið hafi bara viljað styðja málstaðinn. Þetta voru þeirra eigin peningar. Þetta voru ekki peningar til að fjármagna hryðjuverk eða voru á nokkurn hátt peningaþvætti.“

Wilson sagði að það væri ekkert sem réttlætti setningu neyðarlaganna. „Þetta er ríkisstjórn sem gaf út skotleyfi á réttindi ykkar og líf... þetta var hefndaraðgerð forsætisráðherra með einræðistilburði í frekjukasti.

Heimild.

Skildu eftir skilaboð