Telur að lög hafi verið brotin við sölu Íslandsbanka og rifta þurfi viðskiptunum

frettinInnlendarLeave a Comment

Sig­ríður Bene­dikts­dótt­ir, hag­fræðing­ur við Yale-há­skóla og fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóri fjár­mála­stöðug­leika­sviðs Seðlabanka Íslands, tel­ur að lög um sölumeðferð eign­ar­hluta rík­is­ins í fjár­mála­fyr­ir­tækj­um hafi verið brot­in við sölu á hlut rík­is­ins í Íslands­banka.

Þetta seg­ir Sig­ríður í sam­tali við Kjarn­ann

Sigríður segir að þegar yfir 150 aðilar séu valdir til að kaupa magn bréfa sem sé svo lítið að það hefði ekki hreyft við mark­aðsvirði Íslands­banka ef þeir hefur keypt á eft­ir­mark­aði þá brjóti það í bága við 3. grein og mögu­lega einnig 2. grein umræddra laga. „Á grund­velli þess þarf ein­hver að axla ábyrgð fyrir að hafa heim­ilað þetta og auk þess þarf að rifta þessum við­skiptum við ein­stak­linga og ehf., enda eru þau ekki í sam­ræmi við lög og kaup­endum og miðl­urum hefði mátt vera það ljóst sem og því stjórn­valdi sem heim­il­aði þetta.“

Sig­ríður var einn þriggja sem mynd­uðu rann­­sókn­­ar­­nefnd Alþingis um banka­hrunið sem skil­aði umfangs­­mik­illi skýrslu í apríl 2010. Hún sat einnig um nokk­urra ára skeið í banka­ráði Lands­bank­ans.

Sigríður segir að taka megi undir það að fyrri aðkoma Alþingis við und­ir­bún­ing á sölu á eign­ar­hlutum í við­skipta­bönkum hafi ekki verið nægj­an­leg og þarf breyt­ing að verða á því til þess að tryggja megi að hafið sé yfir vafa að jafn­ræði og gagn­sæi sé tryggt við sölu eign­ar­hluta í fjár­mála­fyr­ir­tækj­um. Ferlið þarf að vera skýrt, meg­in­sjón­ar­mið skil­greind og hlut­verk hvers aðila í sölu­ferl­in­u. 

Nánar um málið á vef Kjarnans.

Skildu eftir skilaboð