Frumvarp um skyldubólusetningu eldri en 60 ára fellt í þýska þinginu

frettinErlentLeave a Comment

Meirihluti þýskra þingmanna hafnaði á fimmtudag frumvarpi um COVID-19 skyldubólusetningu fyrir alla íbúar eldri en 60 ára.

Frumvarpið, sem Olaf Scholz kanslari og Karl Lauterbach, heilbrigðisráðherra, lögðu fram, var talin  málamiðlunarlausn eftir að þingmenn stjórnarsamstarfsins og stjórnarandstöðuflokkanna höfðu gagnrýnt hugmyndina um bólusetningaskyldu sem gilti fyrir alla fullorðna í landinu.

Hins vegar fékk frumvarpið ekki stuðning meirihluta þingsins, þar sem stjórnarandstöðuflokkar héldu því fram að bólusetningaskylda væri ekki nauðsynleg í ljósi þess að smitum færri fækkandi í landinu.

Alls greiddu 378 þingmenn atkvæði gegn skyldubólusetning en 296 með.

Í desember samþykktu þýskir þingmenn lög sem kröfðust þess að allt starfsfólk sjúkrahúsa, sem og starfsmenn elli- og hjúkrunarheimila, yrði bólusett við COVID-19. Á þeim tíma sýndi skoðanakönnun að 68% Þjóðverja voru hlynntir bólusetningaskyldu fyrir alla fullorðna. Nýlegri skoðanakönnun sýndi að um 60% Þjóðverja styddu skyldubólusetningu.

Skyldubólusetning meðal starfsfólks sjúkrahúsa og hjúkrunarheimila var þó ekki innleidd alls staðar, ýmist vegna óljósra reglna um hvernig ætti að fylgja reglunum eftir eða vegna þess að sumar sýslur ákváðu að innleiða ekki skylduna, meðal annars vegna ótta um það myndi leiða til frekari skorts á starfsfólki.

Ríkisstjórnin hafði vonast til þess að málamiðlanir, sem þverpólitískur hópur þingmanna lagði fram, fengi meirihluta á þingi eftir mánaðarlangar umræður, fram og til baka.

Með frumvarpinu hefði einnig verið komið á skylduráðgjöf fyrir alla fullorðna til að hjálpa þeim að vega ávinning og áhættu af því að fá COVID-19 bólusetningu.

Fyrir atkvæðagreiðslu á þingi í dag sagði Dagmar Schmidt, þingmaður jafnaðarmanna, sem lagði frumvarpið fram, að nauðsynlegt væri að búa sig undir nýja fjölgun smita og hugsanlegt nýtt afbrigði síðar á árinu.

„Í dag snýst þetta ekki um það sem er að gerast núna, heldur það mun mjög líklega gerast í haust,“ sagði hún.

Skilaboðin fengu ekki hljómgrunn meðal kollega hennar í þinginu og var frumvarpið um skyldubólusetningu fyrir eldri en 60 ára, fellt.

Olof Scholz segist ekki ætla að gera aðra tilraun með að koma bólusetningaskyldu í gegnum þingið.

Skildu eftir skilaboð