Transkonum í Bretlandi bannað að keppa í hjólreiðum kvenna – Emily Bridges keppir ekki

frettinErlentLeave a Comment

Transkonur mega ekki lengur keppa á kvennaviðburðum á vegum bresku hjólreiðasamtakanna British Cycling eftir að samtökin breyttu reglunum.

Fyrri reglur kröfðust þess að hjólreiðakonur væru með testósterónmagn undir fimm nanómól á lítra yfir 12 mánaða tímabil fyrir keppni.

British Cycling segir að á næstu vikum verði reglurnar að fullu endurskoðaðar.

Í síðasta mánuði átti transkonan Emily Bridges að keppa á sínu fyrsta kvennamóti eftir að hafa uppfyllt kröfurnar, en var síðar úrskurðuð vanhæf af stjórn UCI.

Í yfirlýsingu British Cycling segir að trans- og kynsegin fólk geti enn tekið þátt í íþróttum þar sem ekki fer fram keppni.

Samtökin sögðu einnig að hluti af heildar endurskoðuninni fæli í sér að ræða við alla hagsmunaaðila, þar á meðal konur og trans-og kynsegin fólk.

„Við munum einnig halda áfram að vinna sleitulaust að því að tryggja að íþróttin okkar verði áfram laus við hatur, mismunun og misnotkun og við munum ávallt setja velferð keppenda, sjálfboðaliða, skipuleggjenda viðburða, umboðsmanna og annarra aðila í forgang, “ segir í yfirlýsingunni.

„Þetta snýst um svo miklu meira en einn viðburð eða eina íþrótt og aðeins með samvinnu getum við vonast til að leysa málið sem fyrst, með sanngirni að leiðarljósi sem viðheldur reisn og virðingu alls íþróttafólks.“

BBC greinir frá.

Emily Bridges

Skildu eftir skilaboð