Elon Musk tekur ekki sæti í stjórn Twitter – hlutur hans í félaginu því ekki takmarkaður við 14,9%

frettinErlentLeave a Comment

Elon Musk hefur ákveðið að taka ekki sæti í stjórn Twitter, að sögn for­stjóra fyrirtækisins.

Í síðustu viku var tilkynnt að Musk tæki sæti í stjórn­inni eft­ir að hann keypti 9,2% hlut í félaginu og varð þar með stærsti utanaðkomandi hlut­hafi Twitter.

Hefði hann tekið sæti í stjórninni hefðu kaup hans í hlutabréfum félagsins verið takmörkuð við 14,9 prósenta hámarkshlut.

Milljarðamæringurinn og ríkasti maður heims, Elon Musk, getur nú verið óvirkur fjárfestir eða skipulagt fjandsamlega yfirtöku á fyrirtækinu ef því skiptir.

Skildu eftir skilaboð