Bandaríkjastjórn heimilar 800 milljónir dollara til viðbótar í hernaðarastoð til Úkraínu

frettinErlentLeave a Comment

Joe Biden Bandaríkjaforseti tilkynnti um 800 milljónir dollara til viðbótar í hernaðaraðstoð á miðvikudag í kjölfar símtals við Volodymyr Zelenskyy forseta Úkraínu.

Biden sagði að nýjasti vopnapakkinn væri bland af vopnbúnaði sem þegar hefur verið sendur í stríðið sem og nýrri tegund vopna sem eru sérsniðin að víðtækari árásum, sem búist er við að Rússar geri í austurhluta Úkraínu.

„Þessi nýja sending innheldur m.a. fallbyssur, eldflaugar, skotfæri og brynvarin ökutæki með fallbyssum. Ég hef líka samþykkt flutning á viðbótarþyrlum. Að auki höldum við áfram að aðstoða við flutning á mikilvægum vopnabúnaði frá bandamönnum okkar og samstarfsaðilum um allan heim,“ skrifaði Biden í yfirlýsingu þar sem hann tilkynnti um viðbótarvopnapakkann.

John Kirby, talsmaður Pentagon, greindi frá nokkrum tólum og tækjum í nýjasta vopnapakkanum á kynningarfundi í varnarmálaráðuneytinu. Hann sagði að listinn yfir vopn væri byggður á samtölum við Úkraínumenn á síðustu dögum."

Frá því að innrásin í Úkraínu hófst, 24. febrúar sl., hefur Biden-stjórnin sent meira en 100.000 bandaríska hermenn til NATO-ríkja og heimilað 2,6 milljarða dollara í öryggis- og hernaðaraðstoð.

Samkvæmt trúnaðarskjölum frá Pentagon voru Bandaríkin byrjuð að vopnbúa Úkraínu í desember sl., um tveimur mánuðum áður en innrás Rússa í Úkraínu hófst.

Ljóst er að Bandaríkjastjórn er að veita gífurlegum fjármunum til sríðsrekstursins í Úkraínu og hefur bandaríski þáttastjórnandinn Tucker Carlson fullyrt að Bandaríkin væru í stríð við Rússland.  „Burt séð frá því hvort stríðinu hafi verið lýst opinberlega yfir, burt séð frá því hvort þingið hafi heimilað það stríð eða ekki. Ekkert af þessu skiptir máli.“ Bandaríkin eru virkir þátttakendur í stríðinu, sagði Carlson.

Heimild.

Skildu eftir skilaboð