Sir Anthony Hopkins gerðist kristintrúar – snéri sér frá alkóhólisma og trúleysi

frettinErlent, LífiðLeave a Comment

Sir Anthony Hopkins er einn þekktasti leikari samtímans en í mörg ár var hann líka þekktur fyrir að vera trúleysingi. Allt þetta breyttist þegar kona nokkur á AA-fundi spurði hann einfaldrar spurningar. Það var upphafið að þessari frásögn Anthony Hopkins:

Sama hversu vel manneskjunni gengur, allar eiga þær við einhvern vanda að stríða. Á fyrri árum kvikmyndaferilsins, lenti Hopkins í baráttu við alkóhólisma.

Fíknin hjá leikaranum byrjaði sakleysislega. Hann hafði tileinkað sér veraldlegt hugarfar og drakk vegna þess að ,,það er bara það sem maður gerir í kvikmyndabransanum, maður drekkur,"segir Hopkins. En eins og oft vill verða tók samkvæmislífið fljótt yfir og árið 1975 var drykkjan farin úr böndunum.

Anthony Hopkins árið 1971

„Ég var að eyðileggja lífið mitt,“ rifjar leikarinn upp. „Þetta var eins og að vera undir stjórn djöfulsins, fíknin...og ég gat ekki hætt að drekka.  Og það eru milljónir að kljást við þennan sjúkdóm.“

En það er oft á erfiðasta augnablikinu sem styrkur Guðs virkar best.

Guð er nálægur hinum sorgbitnu og hjálpar þeim sem eru niðurbrotnir. salm. 34:18

Frásögn Hopkins um frelsandi náð Guðs

Sir Anthony Hopkins áttaði sig loks á því að hann þyrfti á hjálp að halda og snéri sér að AA samtökunum. Fram að þeim tíma hafði hann verið trúleysingi. Á AA fundi spurði kona nokkur hann einfaldrar spurningar.

„Af hverju treystirðu ekki bara á Guð?“

Það var nokkuð sem Hopkins hafði aldrei reynt. En eins örvæntingafullur og hann var á þeim tímapunkti hugsaði hann: „Jæja, hvers vegna ekki að prófa?“

Ákvörðunin um að trúa og treysta á Guð var augnablikið sem allt breyttist til hins betra fyrir leikarann. Það var algert kraftaverk þegar löngunin til að drekka hvarf og kom aldrei aftur, segir Hopkins. Allt frá þeim tíma hefur hann trúað á Guð og unnið stöðugt að því að vaxa í trúnni.

Anthony Hopkins deilir trúnni með yngri kynslóðinni

Nú mörgum árum eftir að hafa fundið trúna, er Hopkins talinn einn besti leikari samtímans. Hann hlaut titilinn Sir Anthony Hopkins, þegar hann var sæmdur riddarakrossi af Bretadrottningu árið 1993, fyrir framlag sitt til sviðslista.

Hopkins var boðið að tala á árlegri LEAP ráðstefnu við 500 framhalds- og háskólanema, þar sem hann deildi með þeim hættuni sem fylgir því að ánetjast hinu veraldlega og mikilvægi þess að lifa lífinu til fullnustu.

„Ef þú eltir peningana, þá gengur það ekki upp. Og ef þú eltir frama, þá gengur það ekki upp,“ sagði hann. Í öðru viðtali opnaði Hopkins sig um hversu ófullnægjandi veraldleg velgengni ein og sér væri.

„Vitið þið að þegar ég hitti ungt fólk og það vill verða leikari eða leikkona og það vill verða frægt þá segi ég þeim, þegar maður kemst á toppinn á trénu, þá er ekkert þar. Flest af þessu er rugl, flest af þessu er lygi. Sættið ykkur við lífið eins og það er. Verið bara þakklát fyrir að vera á lífi, sagði leikarinn.“

Fyrrum trúleysinginn gat ekki lifað þannig lengur

Eftir að hafa sagt frá því hvernig honum var bjargað úr hyldýpi alkóhólismans útskýrir Hopkins hvaða kraft orð okkar og trú okkar hafa yfir lífi okkar. Hann kom líka inn á hvernig Guð getur notað hvað sem er, jafnvel okkar stærstu óreiðu, til góðs.

„Ég trúi því að við séum fær um svo margt,“ sagði Anthony við nemendurna. „Hvað mitt líf varðar þá trúi ég því ekki enn að líf mitt sé eins og það er  í dag vegna þess að ég hefði átt að deyja í Wales, drukkinn eða eitthvað slíkt. ... Við getum talað okkur inn í dauðann eða við getum talað okkur inn í það besta sem við höfum lifað. Ekkert af því voru mistök. Þetta voru allt örlög.“ segir Hopkins.

Þó að Anthony Hopkins hafi stundum leikið persónur sem eru sannarlega vondar, þá lifir leikarinn hinu raunverulegu lífi með Krist í hjarta sínu. Hann var trúleysingi áður en hann fann Guð og nú vorkennir hann trúleysingjum og líkir lífi vantrúar við „að búa í lokuðum klefa án glugga.“

„Ég gæti ekki lifað þannig, hvað með ykkur?“ spurði Hopkins.

Skildu eftir skilaboð