Elon Musk með plan B verði yfirtökutilboð hans í Twitter ekki samþykkt

frettinErlent1 Comment

Elon Musk, forstjóri Tesla, hefur viðurkennt að hann sé ekki viss um að yfirtökutilboð hans í samfélagsmiðilinn Twitter muni ganga eftir.

Þetta sagði Musk á ráðstefnu nokkrum klukkustundum eftir að hann upplýsti að hann hefði gert yfirtökutilboð í fyrirtækið fyrir 54,20 dali á hlut, sem er verðmat upp á 43 milljarða dala, eða 5.500 milljarða króna.

Á fimmtudag sagði framkvæmdastjóri Twitter, Parag Agrawal, starfsfólki sínu að fyrirtækið væri að meta tilboðið.

Agrawal sagði á starfsmannafundi að fyrirtækinu væri ekki „haldið í gíslingu“ með tilboðinu.

Musk talaði á TED2022 ráðstefnunni í Vancouver og sagði: „Ég er ekki viss um að ég muni í raun geta eignast fyrirtækið.“

Hann bætti við að hann væri með plan B ef tilboði hans í Twitter yrði hafnað, en gaf engar frekari upplýsingar um hvað það gæti verið.

Musk sagði einnig á ráðstefnunni að Twitter ætti að vera opnara og gagnsærra. „Ég held að það sé mjög mikilvægt að það sé til vettvangur fyrir algjört málfrelsi,“ sagði hann.

One Comment on “Elon Musk með plan B verði yfirtökutilboð hans í Twitter ekki samþykkt”

  1. Twitter er ónýtt eftir alla ritskoðunina í gegnum covid og það er verið að bjarga fyrirtækinu.. Þú þarft nú bara að kynna þér Musk og fjölskylduna hans til að komast á þá skoðun að maðurinn er bara peð þó að hann sé talin ríkasti maðurinn í heimi.. Musk er ekki komin til að bjarga einu eða neinu.. hann er partur af glóbalistum. Skoðaðu Neuralink – hvað Klaus Schwab er að tala um og hinn geðveika aðstoðarmann hans Yuval Noah Harrari. Þetta getur varla kallast samsæriskenning þegar þeir eru opinberlega að tala um þetta. Chip implanting humans.

Skildu eftir skilaboð