Fjöldi Breta tilkynnti um skaða af völdum Covid-sýnatökuprófa til yfirvalda

frettinErlentLeave a Comment

Hundruð Breta tilkynntu um meiðsli o.fl. eftir að hafa farið í Covid-19 sýnatökupróf, sýna opinber gögn.

Tugir segjast hafa fallið í yfirlið eða staðið á öndinni, og enn aðrir tilkynntu um blóðnasir og hitakóf. Lyfja-og heilbrigðiseftirlitið (MHRA) sem hefur því hlutverki að gegna að hafa eftirlit með öryggis sýnataka hefur skráð yfir 3000 tilfelli síðan að sýnatökur hófust í faraldrinum.

Tölurnar, sem MailOnline fékk afhentar með vísan til upplýsingalaga (Freedom of Information Act - FOI), eru aftur á móti bara „skjáskot“ af raunveruleikanum. Þúsundir fleiri munu hafa skaðast við sýnatökur þar sem ekki næstum allir tilkynna atvikin til yfirvalda, segja sérfræðingar. Og MHRA, stofnunin sem sér um öryggiseftirlit, fullyrðir einnig að pinnunum hafi ekki alltaf verið um að kenna í öllum tilkynntum tilfellum.

Með svipuðum hætti og fylgst er með aukaverkunum bóluefnanna, biðja embættismenn alla um að tilkynna atvik þar sem talið er að skaði hafi hlotist af sýnatöku.

Meira en 500 milljónir sýnatökur hafa verið gerðar í Bretlandi frá upphafi Covid-faraldursins. Kostnaðurinn við prófanirnar, sem nú hefur verið hætt, kostaði allt að 2 milljarða punda á mánuði þegar Omicron-bylgjan stóð sem hæst.

Að minnsta kosti 3.443 kvartanir voru skráðar vegna Covid prófa fyrir 7. apríl, samkvæmt gögnum MHRA, þar af voru 1013 vegna heimaprófa. Að minnsta kosti 177 sögðust hafa orðið fyrir „minniháttar“ eftir prófin, en á milli 39 og 69 tilkynntu um „alvarlegan“ skaða. Óvissan í kringum tölurnar sem safnað er saman mánaðarlega stafar af því að kerfið gefur ekki upp nákvæmar tölur þegar færri en fimm manns tilkynna um tiltekna tegund áverka eða annað.

Skildu eftir skilaboð