Heilbrigðisráðherra í Ástralíu segir engan geta útskýrt 40% aukningu hjartaáfalla

frettinErlentLeave a Comment

Í Queensland í Ástralíu var skráður metfjöldi á útköllum sjúkrabíla sl. mánudag. Biðin eftir að koma sjúklingum inn á sjúkrahús var allt að þrjár klukkustundir og níu sjúkrabílar biðu fyrir utan eitt helsta sjúkrahús fylkisins vegna skorts á sjúkrahúsrúmum.

Heilbrigðisráðherra Queensland, Yvette D'Ath, var ráðalaus og gat ekki útskýrt þá 40 prósenta aukningu sem orðið hefur á hjartaáföllum. „Ég held að enginn geti útskýrt hvers vegna við erum að sjá 40 prósenta aukningu á hjartáföllum (Code 1),“ sagði hún við blaðamenn. „Við erum með mikið af hjartaáföllum, brjóstverkjum og sjúklingum sem glíma við öndunarerfiðleika. Stundum getur maður ekki útskýrt hvers vegna þetta gerist, sagði heilbrigðisráðherrann.

Hún var þá spurð hvort það væru einhverjar kenningar eða hugmyndir um ástæður þessarar miklu aukningar. Hún virtist vita hverju blaðamenn væru að fiska eftir: ,,Nei, við höfum engar upplýsingar um það enn, það sem ég veit... heyrandi upphrópanir á hliðarlínunni ... er að bóluefnin hjálpa til að við að koma í veg fyrir spítalainnlagnir en valda því ekki að fólk þurfi að leggjast inn.“ 

Netverjar hafa lagt til að ráðherrann kynni sér trúnaðarskjöl Pfizer sem FDA vildi ekki opinbera í 75 ár.

Hluti vandans á sjúkraflutningum í Ástralíu eru skyldubólusetningar sjúkraflutningamanna, þeir sem ekki vildu fara í bólusetningu voru reknir úr starfi. En það skýrir þó ekki þá aukningu sem orðið  hefur á eftirspurn yfir sumartímann, ekki á vetrarflensutíma.

Ekki er langt síðan að heilbrigðisráðherra Ásralíu, Greg Hunt, ráðlagði Áströlum yfir fimmtugu að fara í hjartaeftirlit. Ráðleggingin kom stuttu eftir að áströlsk þingkona og hinn heimsfrægi krikketleikari, Shane Warne, bæði 52 ára, dóu skyndilega eftir hjartaáfall.

Hér má hlusta á viðtalið við hina ráðalausu Yvette D'Ath, heilbrigðisráðherra Queensland.


Skildu eftir skilaboð