Forstjóri Gab gerir Elon Musk tilboð – segir tjáningarfrelsi aldrei verða á Twitter

frettinErlentLeave a Comment

Síðastliðinn fimmtudag gerði Andrew Torba stofnandi og forstjóri samfélagsmiðilsins Gab.com Elon Musk tilboð  (sjá frá mínútu 3:00), sem fól í sér stjórnarsetu og hlut í Gab. Torba gerði líka grein fyrir tilboðinu í tölvupósti sem hann sendi á notendur Gab og fer tilboð hans hér á eftir.

Skrif Torba lýsa vel því umhverfi sem samfélagsmiðlar þurfa að starfa við í dag og hvernig það hefur takmarkað tjáningarfrelsi almennings um allan heim.

„Í morgun sendi Elon Musk stjórn Twitter tilboð um að kaupa allt fyrirtækið fyrir rúmlega 40 milljarða dollara. Eins og ég skrifaði í síðustu viku er allt sem beinlínis hefur það að markmiði að koma á meira tjáningarfrelsi á internetinu fyrir fleira fólk af hinu góða.

Twitter er með vandamál sem Gab hefur ekki. Þeir eru algjörlega háðir innviðum þriðja aðila. Við erum það ekki. Við „smíðuðum okkar eigin“ allt. Hýsing, tölvupóstþjónusta, greiningartæki, netverslun, greiðslumiðlun, allt þetta. Við byggðum þetta allt saman.

Þú verður líka að hafa í huga að það er ekki eins einfalt að koma tjáningarfrelsi á að nýju á Twitter og að kaupa miðilinn. Apple og Google leyfa ekki tjáningarfrelsi, þannig að ef þú hættir ritskoðuninni munu þeir sparka Twitter út úr báðum app-verslununum. Við höfum þegar leyst það vandamál og þannig yfirstigið þetta.

Twitter er með starfsemi í löndum þar sem fjöldaritskoðunar er krafist samkvæmt lögum. Þeir eru með skrifstofur í þessum löndum. Þeir eiga ekki annarra kosta völ en að verða við ritskoðunarkröfum þessara landa eða eiga á hættu að öðrum kosti að verða að loka, verða sektaðir o.s.frv.

Við skiljum þetta mjög vel og höfum brugðist við því og sagt þessum löndum að þau geti átt sig.

Svo er það vandamál Twittersamfélagsins sjálfs. Það er verulega vinstri sinnað og er þar með á móti tjáningarfrelsi. Ef þú leyfir tjáningarfrelsi á Twitter aftur, þá mun það fólk örugglega fara vegna þess að brothætt heimsmynd þeirra höndlar ekki þann veruleika sem tjáningarfrelsið býður upp á.

Annað vandamál sem Twitter glímir við: það er algjörlega háð auglýsingatekjum. Viðskiptamódel Gab er ekki 100% háð auglýsingum. Við höfum fjölbreyttara tekjustreymi þar á meðal GabPROGab Shop og GabPay greiðslumiðlun okkar.

Eins og góður vinur benti mér réttilega á í morgun: „Ég efast stórlega um að þeir muni taka tilboði hans. Þeir vilja frekar að hlutabréfin fari í núll en að gefa frá sér stjórnina á skoðanamynduninni. Ef þeir samþykktu munu þeir valda skaða þannig að sama hvað hann myndi gera góðar breytingar myndi Twitter fá Gab-meðferðina frá umheiminum.

Í ljósi þessarar staðreyndar langar mig að gera Elon tilboð gegn mjög dýru tilboði hans í ofmetinn Twitter.

Elon,

Ég stofnaði Gab árið 2016 vegna þess að ég trúi á möguleika Gab að vera vettvangur tjáningarfrelsis um allan heim og ég tel að tjáningarfrelsi sé samfélagslegt skilyrði fyrir starfhæft stjórnarskrárbundið sambandslýðveldi.

Hins vegar, síðan ég stofnaði Gab, áttaði ég mig á því að til þess að bjóða upp á vettvang fyrir tjáningarfrelsi verður þú líka að hafa internetinnviði sem styðja tjáningarfrelsi. Gab hefur síðan breyst úr því að vera eingöngu samfélagslegt net í innviðafyrirtæki fyrir tjáningarfrelsi. Við byggðum okkar eigin netþjóna, okkar eigin tölvupóstþjónustu, okkar eigin greiðslumiðlun og svo margt fleira, ekki vegna þess að við vildum það, heldur vegna þess að við áttum ekkert val um það hvort við ætluðum að halda áfram að vera til.

Það sem okkur vantar í augnablikinu er ISP [innsk. blm. Internetþjónustuaðili]. Ég óttast að næsta stóra stökk ritskoðunar sé á ISP stigi, þar sem ISP lokar aðgang að Gab.com. Þú leysir það vandamál með Starlink. Saman getum við byggt upp innviði fyrir tjáningarfrelsi.

Ég er reiðubúinn að bjóða þér stjórnarsetu ásamt hlutafé í fyrirtækinu í skiptum fyrir það að þú selur Twitter hluti þína og fjárfestir 2 milljarða dollara í Gab. Tilboð mitt er mitt besta og síðasta tilboð.

Gab hefur ótrúlega möguleika. Við skulum opna á þá saman.

Andrew Torba

forstjóri, Gab.com

Skildu eftir skilaboð