Úkraína biður G7 ríkin um 50 milljarða dala fjárhagsaðstoð til að mæta fjárlagahalla

frettinErlentLeave a Comment

Úkraína hefur beðið G7 ríkin um 50 milljarða dala fjárhagsaðstoð, og íhugar einnig að gefa út skuldabréf á 0% vöxtum til að mæta stríðstengdum fjárlagahalla á næstum sex mánuðum, sagði Oleh Ustenko efnahagsráðgjafi forsetans, á sunnudag.

Alþjóðabankinn spáði því í síðustu viku að búist mætti við 45,1 prósent efnahagssamdrætti í Úkraínu á þessu ári vegna innrásar Rússa, þó svo að umfang samdráttarins muni ráðast af lengd og alvarleika stríðsins.

G7 ríkin eru Bandaríkin, Bretland, Frakkland, Þýskaland, Ítalía, Kanada og Japan. Rússar urðu aðilar að G7 árið 1998 en voru rekn­ir úr samtökunum árið 2014 eft­ir að þeir inn­limuðu Krímskaga sem áður til­heyrði Úkraínu.

Skildu eftir skilaboð