Enn eitt hjartaáfallið í íþróttaheiminum – 26 ára bandarískur ruðningsmaður látinn

frettinErlentLeave a Comment

Rafael Hidalgo, bandarískur ruðningsmaður er látinn eftir að hafa fengið hjartaáfall sunnudaginn 17. apríl. Andlát hans bætist á langan lista yfir íþróttamenn sem hafa fengið hjartaáfall eða látist í blóma lífsins á síðastliðnu ári.

Rafael spilaði ruðningsbolta á Spáni fyrir Badalona Dracs og deildi liðið hans fréttinni um dauðsfallið á Twitter.

„Okkur þykir mjög leitt að tilkynna ykkur að fyrrum leikmaður okkar og liðsfélagi Rafael Hidalgo, 26 ára, lést í gærkvöldi í Mexíkó af völdum hjartaáfalls.
Þetta eru mjög erfiðar stundir fyrir alla Dracs félaga okkar.
Stórt knús til fjölskyldunnar
Hvíldu í friði vinur.

Um síðustu helgi voru umræður um hjartavandamál og aðra sjúkdóma meðal íþróttamanna í áströlskum íþróttaþætti, sem sjá má hér.

Fyrrverandi NBA stjarnan John Stockton hefur einnig nýlega stigið fram og sagst vera með lista yfir „hundruð“ bólusettra íþróttamanna sem hafa „dottið niður dauðir á vellinum.“


Skildu eftir skilaboð