Pólland neitar að taka á móti og greiða fyrir meira Covid bóluefni

frettinErlentLeave a Comment

Pólland hefur tilkynnt framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og lyfjafyrirtækinu Pfizer að það ætli hvorki að taka á móti meira Covid bóluefni né að greiða fyrir meira, sagði heilbrigðisráðherra landsins, Adam Niedzielski, á þriðjudag.

Pólland er nú þegar með 25 milljónir Covid-19 bóluefnaskammta í geymslu og 67-70 milljónir skammta til viðbótar í pöntun, samkvæmt fréttastöðinni TVN24.

Í viðtali við fréttastöðina sagði Niedzielski að stjórnvöld ætli að nýta sér ákvæði samningsins um óviðráðanlegar aðstæður (force majeure) sem leysir landið undan skuldbindingum.

„Við báðum framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og helstu bóluefnaframleiðendur að dreifa þessum sendingum á 10 ár og það sem mikilvægara er, að inna af hendi greiðslur þegar bóluefnið bærist,“ sagði hann.

Niedzielski bætti við að samningaviðræður um kaup á bóluefnum hafi verið gerðar af framkvæmdastjórn Evrópusambandsins.

„Því miður höfum við staðið frammi fyrir algjörum ósveigjanleika af hálfu framleiðenda,“ sagði ráðherrann. „Það var engin leið að fá skilmálum samningsins breytt og hann var undirritaður þegar neyðarástand ríkti.“

Aðspurður hvort þetta þýddi að bóluefnið myndi áfram koma til Póllands sagði Niedzielski: „Í lok síðustu viku nýttum við okkur force majeure ákvæðiðið og tilkynntum bæði framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og helstu bóluefnaframleiðendum að við ætlum að neita að taka við bóluefninu og líka að neita að inna af hendi frekari greiðslur. Ákvörðunin mun enda með lagalegum deilum sem eiga sér reyndar stað nú þegar.“

Þegar ráðherrann var spurður hvort þetta þýddi uppsögn samnings af hálfu Póllands sagði hann að þar sem samningurinn væri á milli ESB og bóluefnaframleiðands, „þá er ekkert skýrt uppsagnarákvæði af hálfu Póllands, þetta er því nokkurs konar yfirlýsing um það sem við ætlum að gera.“

Niedzielski sagði einnig að samningur Póllands við aðeins eitt fyrirtæki næmi rúmlega tveimur milljörðum PLN (0,43 milljarða evra) á þessu ári og sex milljörðum PLN (1,29 milljarða evra) á næsta ári.

Hann sagði einnig að Pólland, ásamt 10 öðrum ESB löndum, hefðu lagt til að ESB ætti að létta á reglum um Covid-19 bólusetningasamninga til að gera ríkjunum kleift að verja meira fé í heilbrigðisþjónustu fyrir flóttamenn.

Rétt tæplega 60 prósent Pólverja hafa verið bólusettir.

Skildu eftir skilaboð