Djokovic gagnrýnir bann leikmanna Rússlands og Belarus á Wimbledon – þetta er „brjálæði“

frettinErlentLeave a Comment

Tennisstjarnan Novak Djokovic frá Serbíu gagnrýnir leikbann á keppendur frá Rússlandi og Belarus á Wimbledon, og segir bannið vera „brjálæði.“

Leikmenn frá Rússlandi og Belarus hafa verið úrskurðaðir í keppnisbann á Wimbledon og á öllum LTA grasvallamótum í sumar vegna innrásar Rússa í Úkraínu.

The All England Club tilkynnti þetta á miðvikudaginn og útilokaði þar með meðal annars Opna bandaríska meistarann, Daniil Medvedev. sem er í öðru sæti heimslistans, Andrey Rublev sem er áttundi á heimslista karla og Aryna Sabalenka sem er númer fjögur heimslista kvenna í tennis.

Novak Djokovic, gagnrýndi ákvörðunina, rétt eins og Billie Jean King, stofnandi ATP og WTA.

„Ég mun alltaf fordæma stríð, ég mun aldrei styðja stríð, ég er sjálfur stríðsbarn,“ sagði Djokovic. „Ég veit hversu mikil tilfinningaleg áföll stríð skilja eftir sig. Í Serbíu vitum við öll hvað gerðist árið 1999 og á Balkanskaga höfum við átt í mörgum stríðum í seinni tíð. Það er alltaf venjulega fólkið sem þjáist mest,“ sagði hann. Hann sagði að ekki ætti að refsa íþróttamönnum fyrir það sem er að gerast í Úkraínu.

„Ég get ekki stutt ákvörðun Wimbledon, mér finnst hún „brjálæði,“ þegar stjórnmálin trufla íþróttirnar er niðurstaðan ekki góð.“

Sky Sports.


Skildu eftir skilaboð