ESB samþykkir lög um hatursorðræðu og upplýsingaóreiðu á internetinu

frettinErlent4 Comments

Stóru tæknifyrirtækin verða nú að hafa virkara og öflugra eftirlit með ólöglegu efni á samfélagsmiðlum sínum.

27 aðildarríki Evrópusambandsins og ESB-þingmenn náðu tímamótasamningi um lög um stafræna þjónustu (Digital Services Act - DSA) á laugardag sem miðar að því að takast á við hatursorðræðu, upplýsingaóreiðu og dreifingu á skaðlegu efni á netinu.

Þetta þýðir að ef fyrirtæki eins og Google, Amazon og Facebook fara ekki eftir nýju reglugerðinni gætu þau verið sektuð um allt að 6% af alþjóðlegum árstekjum sínum.

Gert er ráð fyrir að lögin taki gildi strax árið 2024.

„Með DSA lögunum er sá tími liðinn þar sem netrisarnir geta hagað sér eins og þeir séu of stórir til að skipta sér af,  sagði Thierry Breton, framkvæmdastjóri markaðsmála ESB.

Margrethe Vestager, varaforseti framkvæmdastjórnar ESB, bætti við að „með samkomulaginu sem gert var í dag tryggjum við að tæknirisarnir séu gerðir ábyrgir fyrir þeirri áhættu sem þjónusta þeirra getur haft í för með sér fyrir samfélagið og borgarana.

4 Comments on “ESB samþykkir lög um hatursorðræðu og upplýsingaóreiðu á internetinu”

 1. Hvað þarf til að vekja fólk og opna augun. Við fljótum að feigðarósi með þennan viðbjóð yfir okkur,,, Flestum á að vera ljóst að geðbilaði George Soros á níðræðisaldri stjórnar Hvar fékk þetta viðundur þessi peningarvöld_ Vert að skoða aftur í tímann Fall pundsins eins og fall sænku krónunnar, Þessi maður er í dag einna mesti áhrifavaldur í EB Við getum talið upp fleiri öfl sem eru af hinu illa Manni dettur í hug Bill nokkur Gates,, yfurlýstur bjargvættur Veit fólk hvernig hann nam afríku Maðurinn okkar lét til skarar skríða – dældi eitri í saklaus börn sem aldrei urðu til frásagnar Eigum við að tala um nasista allra daga Swab og fleiri þjóðverja , uppaldir í hitlersæskunni. Við verðum að standa upp fyrir okkur sjálf og afkomendur okkar— erum við mýs eða menn, Fyrirgefið þið Margrét og Þórdís.

 2. Ég reikna með að lögin nái til allra netmiðla svo að þetta kemur líklega harðast niður í þeim þeim miðlum sem hafa verið með frjálsa og opna umræðu um atburði líðandi stundar. Ekki stóru miðlunum sem þegar fylgja handritinu og hafa verið með harðar blokkanir á frjálsum skoðanaskiptum.
  Þeir láta þetta líta út fyrir að vera beint að stóru netrisunum sem þetta hefur lítil áhrif á þegar þetta er í raun dauðadómur fyrir smærri netmiðla sem tala gegn opinberri stefnu yfirvalda.

 3. Og auðvitað árás á frjálsa umræðu almennings því að stóru netmiðlarnir eru og hafa verið tæki fólksinns til að hafa samskipti og tjá sínar skoðanir. Stóru miðlarnir eru ekki að búa til efnið sem er á þeim, þeir eru að miðla því fyrir fólkið. Án fólksinns sem býr til efnið á þeim eru þeir ekkert.

 4. Þú segir ESB samþykkir lög.
  Er það þingið, sem ekki má leggja fram frumvarp til laga á þinginu?
  Er það einhver embættis maður sem leggur fram frumvörpin?
  Einhvern tíman las ég að það var einhver fundur og allir voru í stuði og töluðu og töluðu.
  Fundarstjóri stakk upp á að allir færu í mat og kæmu svo á eftir og kláruðu málið.
  Veitingar voru höfðinglegar, matur og vín.
  Eftir einn eða tvo tíma kallaði fundarstjóri mannskapinn aftur til að geta lokið fundinum.
  Fundargestir tóku undir þetta og klöppuðu hver öðrum á bakið, það væri sjálfsagt að ljúka fundinum.
  Fundarstjórinn bar upp málefnið til samþykktar, og var það samþykkt.
  Er þetta lýsing á gangi mála?
  Ég skil vel að engin hafi tíma til að kenna mér.

Skildu eftir skilaboð