Menningarstríð í Flórída

frettinIngibjörg Gísladóttir, PistlarLeave a Comment

Á mbl.is mátti hinn 21. apríl lesa frétt um að Disney yrði svipt sjálfsstjórnarstöðu sinni í Flórída, sem það hefur haft frá 1967.  Í sjálfs­stjórn­un­ar­stöðu Disney felst að fyr­ir­tækið get­ur lagt á gjöld, byggt vegi og farið með stjórn og upp­bygg­ingu innviða á svæðinu um­hverf­is Disney-skemmtig­arðinn í Or­lando, segir á mbl.is.

Þessi ákvörðun þingmanna er sögð koma í kjölfar þess að fyrirtækið mótmælti nýjum lögum ríkisstjórans en samkvæmt þeim mega grunn­skóla­kenn­ar­ar ekki ræða kyn­hneigð eða kyn­ferðis­leg mál­efni við nem­end­ur í þriðja bekk og yngri og þurfa einnig að gæta þess að slík­ar umræður við eldri nem­end­ur hæfi aldri.

Þessi gerð er hluti af menningarstríði er geisar í Bandaríkjunum og víðar - hefðbundin fjölskylduvæn gildi gegn ný-marxismanum sem skiptir fólki í kúgara og kúgaða eftir hörundslit, kyni, kynhneigð  o.fl. og berjast réttlætisriddarar hans hart fyrir réttindum minnihlutahópa. Mistök Disney, eins og fleiri fyrirtækja s.s. Gillette, voru að blanda sér í menningarstríðið.

Disney hefur verið talið LBGTQ vinveitt fyrirtæki en það var starfsmönnunum ekki nóg og þrýstu þeir á forstjórann að gera meira en mótmæla lögunum og hvetja ríkisstjórann til að samþykkja þau ekki. Bob Chapek forstjóri Disney-skemmtig­arðsins baðst afsökunar og lofaði að koma á laggirnar starfshóp sem væri ætlað að tryggja að meira af LBGTQ tengdu efni yrði í Disneymyndum fyrir börn.

Samkvæmt grein í Daily Signal stigu þá fjölskylduvæn samtök fram og kvörtuðu við ríkisstjórann, Ron DeSantis, og vísuðu í könnun Daily Wire þar sem kom fram að 67% Bandaríkjamanna væru ósammála stefnu Disney í þessum málum. Í greininni er vitnað í bréf er eitt þessarra samtaka sendu fyrirtækinu: „Með því að setja sig gegn  [HB] 1557 sendir Disney þau skilaboð til foreldra sem koma með börn sín í garðinn að halda megi mikilvægum upplýsingum um börnin frá þeim.

Enn verra sé að andstaða Disney við 1557 þýði að fyrirtækið ekki aðeins umberi, heldur hvetji til þess að 5 ára börn fái leiðbeiningar um val á kynlífsfélögum og sé sagt að þau gætu verið fædd í röngum líkama og gætu þurft að skipta um kyn.“

Hafði Libs of Tik Tok áhrif?
Ron DeSantis mætti í þátt Tucker Carlsons á Fox þann 22 apríl og sagði m.a. að kjósendur sínir höfnuðu þessu woke rusli og sagðist sjálfur eiga 3 smábörn heima og vildi að þau gætu horft á teiknimyndir án þess að vera innrætt þessi hugmyndafræði. Tucker hefur slegið fram þeirri hugmynd að bloggarinn sem heldur úti síðunni Libs of Tik Tok þar sem birtast myndbönd sem kennarar hafa sjálfir tekið upp og sett inn hafi komið þessu andófi gegn woke aktívistum af stað.

Þar hefur mátt sjá kennara stæra sig af því að koma LBGTQ hugmyndafræði inn hjá börnum. Fréttamaður Washington Post doxaði bloggarann (upplýsti um nafn og heimilisfang) svo hann (hún) hefur fengið líflátshótanir. Í ljós kom að kona sem er orþódox gyðingur er á bak við síðuna. Ein manneskja getur haft mikil áhrif.                              
Réttur Regnbogahópsins gegn rétti foreldra

Ramakvein sumra demókrata hefur verið mjög hávært. Í viðtali á CNN í janúar er umræðan um lögin var hafin þá vitnaði Chasten Buttigieg, eiginmaður Pete Buttigieg samgönguráðherra BNA, í tölfræði um að 42% LBGTQ ungmenna hefðu alvarlega íhugað sjálfsvíg á síðasta ári  og sagði: Hvers konar ríki eruð þið eiginlega að byggja í Flórída, þar sem þið beinlínis ýtið krökkum aftur inn í skápinn?  Þið segið: Við getum ekki talað um ykkur. Við getum ekki einu sinni talað um fjölskyldur ykkar.

Jen Psaki, blaðafulltrúi Hvíta hússins, lét einnig í sér heyra í nýlegu viðtali, yfir þessari aðför að réttindum Regnbogahópsins. Þetta er pólitískt sundurlyndistæki og vopn í menningarstríði," útskýrði hún og fór svo að kjökra. Og þeir gera þetta með hætti sem er hörkulegur og grimmilegur gagnvart börnunum. Ahh, þetta mál hreyfir við mér tilfinningalega - því það er hræðilegt," hélt hún áfram. En það er eins og krakkar sem eru lagðir í einelti og allir leiðtogarnir sameinast í að særa þá og skaða framtíð þeirra og fjölskyldur þeirra. Og sjáðu sum laganna í þessum fylkjum þau vega að foreldrum sem eiga í ástríku sambandi við börn sín. Það er algjörlega fáránlegt. Fyrirgefðu, þetta mál fær mig til að bilast.“

Ron DeSantis hefur einnig látið henda stórum hluta af stærðfræðibókum í fylkinu , öllum sem kenna eitthvað meira en stærðfræði. Verkefnið í einni bók var að lesa út úr grafi sem sýndi að íhaldsmenn væru rasískari en frjálslyndir. Hann stendur í menningarstríði, eins og Psaki bendir á, fyrir hönd kjósenda sinna en jafnframt til að ná endurkjöri í haust.

Disney er hins vegar milli steins og sleggju - bæði LBGTQ aktívistar og foreldrar sem vilja vernda lítil börn sín fyrir flækjustigi heimsins og vilja ekki að kennarar geti boðið nemendur velkomna í LBGTQ hópinn á bak við sig geta verið mjög herskáir.

Skildu eftir skilaboð