Þýski seðlabankinn: ESB gæti valdið efnahagskreppu í álfunni

frettinErlentLeave a Comment

Embættismenn Evrópusambandsins eru að íhuga allsherjar viðskiptabann á rússneskan jarðgasinnflutning. Hugmyndir um slíkt bann hafa valdið áhyggjum hjá æðsta banka Þýskalands, sem gaf til kynna í nýjasta mánaðarblaði sínu sem birt var á föstudag að tafarlaust og algert bann við innflutningi á gasi frá Rússlandi gæti aukið hættuna á stöðnun og leitt til hrikalegs samdráttar.

Þýski seðlabankinn, varaði við því að viðskiptabann á rússneskt gas myndi kosta hagkerfi Þýskalands gífurlegar fjárhæðir, eða 180 milljarða evra í framleiðslutapi á þessu ári þar sem verð á orku myndi hækka óendanlega og keyra hagkerfið í eina dýpstu niðursveiflu í mörg ár.

„Ef það yrði alvarleg kreppa myndi raunveruleg landsframleiðsla á yfirstandandi ári lækka um tæp 2% miðað við árið 2021. „Til viðbótar þá yrði verðbólgan umtalsvert hærri til lengri tíma,“ sagði seðlabankinn.

Þýski seðlabankinn benti á að þegar væri farið að halla undan fæti með efnahagsbata Evrópusambandsins vegna innrásar Rússa í Úkraínu.

Allt að 40% af jarðgasi ESB og 25% af olíu þess eru háð Rússlandi. Þriðjungur af heildarorkunotkun Þýskalands er háður Rússlandi.

Martin Brudermüller, framkvæmdastjóri BASF, þar sem 50 þúsund manns starfa, sagði að gasbann myndi steypa þýskum viðskiptum fyrirtækisins í sína verstu kreppu síðan í síðari heimsstyrjöldinni.“

Æðsti banki Þýskalands er því eðlilega uggandi vegna hugsanlegs gasbanns ráðmanna Evrópusambandsins sem myndi fljótt valda óstöðugleika í helsta hagkerfi Evrópu. Þá myndi önnur efnahagskreppa gefa Evrópska seðlabankanum (enn og aftur) afsökun til að byrja peningaprentun (aftur) og þá yrði snúið frá aðhaldsstefnunni.

Heimild

Skildu eftir skilaboð