Wikipedia eyðir út færslu um fjárfestingasjóð Hunter Biden

frettinErlentLeave a Comment

Ritstjórar Wikipedia eyddu sl. miðvikudag út færslu um Rosemont Seneca Partners, fjárfestingasjóð sem stofnaður var af Hunter Biden, syni Bandaríkjaforseta. Færslunni var eytt út á þeirri forsendu að hún „hefði enga þýðingu.“ Þetta sýna ummæli í athugasemdum á spjallsíðu Wikipedia.

Fjárfestingarfélagið, sem var stofnað af Hunter Biden, hefur verið miðpunkturinn í fjölmörgum vangaveltum um viðskipti Hunter erlendis.

„Félagið er aðeins nefnt í tengslum við þekkta stofnendur þess, Hunter Biden og Christopher Heinz,“ sagði Wiki-ritstjóri sem var skráður inn á spjallið sem Alex og varaði auk þess við því að ef „færslan yrði áfram inni“ gæti síðan orðið „segull fyrir samsæriskenningar“ um Hunter Biden."

Ábendingum um að tengja söguna við opinbera Wikipedia síðu Hunter Biden var einnig hafnað.

Rosemont fjármagnaði lífefnarannsóknir?

Fram komí The Telgraph í síðasta mánuði að Rússar héldu því fram að Rosemont Seneca fjárfestingasjóðurinn, undir forystu Hunter Biden hefði fjármagnað lífefnaáætlun varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna (Pentagon) í Úkraínu.

„Gögnin sem við erum að afla gera okkur kleift að rekja samspil bandarískra ríkisstofnana og úkraínskra eininga þegar kemur að lífefnarannsóknunum. Vakin er athygli á að þátttaka í fjármögnun þessarar starfsemi liggur mjög nálægt núverandi forystu Bandaríkjanna, einkum Rosemont Seneca fjárfestingarsjóðurinn, sem er undir stjórn Hunter Biden,“ sagði hershöfðinginn Igor Kirillov, yfirmaður geislunar-, efna- og líffræðilegra varnarsveita rússneska hersins.

Þetta sýndu líka tölvupóstar sem Daily Mail fékk í hendur.

Skildu eftir skilaboð