25 prósent íslenskra 14-17 ára barna á kvíða-, þunglyndis-, geðrofslyfjum o.fl.

frettinInnlendar1 Comment

Eva Sjöfn Helgadóttir varaþingmaður Pírata lagði fram fyrirspurn til heilbrigðisráðherra um lyfjanotkun barna. Fyrirspurning var svohljóðandi:

Fyrirspurn Sjafnar er svohljóðandi:

Hversu hátt hlutfall barna undir 18 ára aldri hefur undanfarin tíu ár fengið ávísað lyfjum sem notuð eru til meðferðar við athyglisbresti og ofvirkni, róandi og kvíðastillandi lyfjum, svefnlyfjum, þunglyndislyfjum og geðrofslyfjum? Svar óskast sundurliðað eftir árum, landshlutum, því hvort þau taka eitt lyf eða fleiri og eftirfarandi aldurshópum: 3–5 ára, 6–9 ára, 10–13 ára, 14–17 ára.

Samkvæmt svari Willums Þórs Þórssonar heilbrigðisráðherra, er eitt af hverjum fjórum börnum á aldrinum 14-17 ára sem tekur lyf í svonefndum ATC- flokki en þess konar lyf eru t.d. þunglyndis-, geðrofs-, kvíðastillandi, örvandi, eða róandi.

Til samanburðar tóku um 12 prósent barna slík lyf í þessum aldursflokki fyrir um 10 árum. Í dag er er hlutafllið 25%.

Lyfjanotkun í aldursópnum 10-13 ára hefur einnig aukist. Börn á Vesturlandi nota mest af lyfjum á landsvísu, eða 13 prósent og á Suðurnesjum er hlutfall barna sem nota einhvers konar lyf 10,7 Aðrir landshlutar eru innan við 10 prósent.

Svar ráðherra í heild má lesa hér.

One Comment on “25 prósent íslenskra 14-17 ára barna á kvíða-, þunglyndis-, geðrofslyfjum o.fl.”

  1. Að svona stór hluti barna og unglinga sé á geðlyfjum á Íslandi, segir meira um heilbrigðiskerfið og foreldra en börnin sjálf.

Skildu eftir skilaboð