Danmörk gerir hlé á bólusetningum og stefnir á faglegt mat með haustinu

frettinErlentLeave a Comment

Yfirvöld í Danmörku afléttu öllum takmörkunum vegna kórónuveirunnar í febrúar og sögðu á þriðjudag ætla að hætta almennri Covid-19 bólusetningaráætlun sinni.

Danska heilbrigðiseftirlitið sagði að faraldurinn væri í jafnvægi, að bólusetningahlutfall væri hátt, og staðan góð.

„Þess vegna erum við að hætta fjöldabólusetningum gegn Covid-19,“ sagði Bolette Søborg, forstöðumaður smitsjúkdómadeildar heilbrigðiseftirlitsins.

Um 81 prósent af 5,8 milljónum íbúa Danmerkur hafa fengið tvo skammta af bóluefninu og 61,6 prósent hafa einnig fengið örvunarskammt. Nýjum smitum og sjúkrahúsinnlögum hefur fækkað.

Þó að boð í bólusetningar verði ekki lengur send út eftir 15. maí, gera heilbrigðisyfirvöld ráð fyrir að bólusetningar hefjist aftur eftir sumarið.


„Við reiknum með að opna fyrir bólusetningar aftur í haust en áður en það gerist mun fara fram ítarlegt og faglegt mat á því hverja og hvenær á að bólusetja og með hvaða bóluefnum,“ sagði Søborg.

Þegar Omicron bylgjan skall á landið í nóvember síðastliðnum herti Danmörk á bólusetningarherferð sinni, flýtti fyrir aðgangi að örvunarskömmtum og bauð upp á fjórða skammtinn til þeirra viðkvæmustu í janúar.

Norræn rannsókn staðfestir að bóluefnin auki hættu á hjartabólgum

umfangsmikil norræn rannsókn hefur staðfest tengsl milli mRNA bóluefna og aukinnar hættu á hjartavöðvabólgu, sérstaklega meðal yngri karlmanna.  Leiða má líkur að því að niðurstöður rannsóknarinnar hafi  haft áhrif á þá ákvörðun danskra yfirvalda að faglegt og ítarlegt mat fari fram áður en næsta bólusetningaherferð hefst.

Skildu eftir skilaboð