Ný skýrsla: pólitísk afskipti af vísindum innan stofnana Bandaríkjanna

frettinErlentLeave a Comment

Embættismenn Sóttvarnarstofnunar Bandaríkjanna (CDC) og Matvæla- og lyfjastofnunar Bandaríkjanna (FDA) „breyttu“ leiðbeiningum vegna Covid og „bældu jafnvel niður“ niðurstöður tengdar vírusnum vegna pólitísks þrýstings, segir í nýrri skýrslu GAO (Government Accountability Office).

Rannsakendur  GAO, sem er rannsóknararmur bandaríska þingsins, ræddu við meira en tug stjórnarmanna og stjórnenda sem störfuðu hjá stofnunum sem gáfu út leiðbeiningar vegna heimsfaraldursins í Bandaríkjunum. Auk tveggja fyrrverandi forstjóra CDC og fjóra fyrrverandi forstjóra FDA. Rannsakendurnir sögðust einnig hafa sett upp nafnlausa neyðarlínu í tvo mánuði til að leyfa starfsmönnum að tilkynna um tilvik og fengu þeir „nokkur símtöl“.

Pólitísk afskipti af vísindaskýrslum

Við rannsóknina komu fram ásakanir um „pólitísk afskipti“ af vísindaskýrslum sem veki grunsemdir um að átt hafi verið við niðurstöður rannsókna. Í skýrslunni skilgreindi GAO „pólitísk afskipti“ sem pólitísk áhrif þar sem leitast er við að „grafa undan hlutleysi... og faglegu mati“.

Í 37 blaðsíðna skýrslu GAO var varað við því að hvorki CDC eða FDA væru með verkferla til að starfsmenn gætu tilkynnt um pólitísk afskipti. Þá sagði einnig að þeim hefði misfarist að þjálfa starfsfólk í því hvernig það á að koma auga á og tilkynna slík afskipti.

Uppljóstrarar innan stofnananna sögðust ekki hafa tjáð sig á sínum tíma af ótta við hefndaraðgerðir, þá sögðust þeir einnig ekki hafa vitað hvernig ætti að tilkynna atvikin eða töldu að stjórnendur vissu þegar um þau.

Þessi uppljóstrun er bara sú nýjasta í vaxandi fjölda skýrslna sem benda til þess að stjórnmálamenn hafi, til að ná fram pólitískum markmiðum sínum, haft áhrif á „vísindaleg“ gögn meðan á heimsfaraldrinum stóð.

„Nokkrir starfsmenn frá CDC og FDA sögðust telja að hugsanleg pólitísk afskipti sem þeir urðu vitni að hafi leitt til breytinga eða bælinga á vísindaniðurstöðum“ sagði í skýrslu GAO.

„Sumir þessara starfsmanna töldu að þessi mögulegu pólitíska afskipti gætu hafa leitt til breytinga á leiðbeiningum um lýðheilsu eða seinkað birtingu á Covid-tengdum vísindaniðurstöðum.

GAO lagði til úrbætur

GAO skýrslan, sem birt var í síðustu viku, skoðaði þessar tvær stofnanir, ásamt National Institute of Health (NIH) sem er helsta rannsóknarstofnun Bandaríkjanna auk skrifstofu aðstoðarráðherra fyrir viðbúnað og viðbrögð (ASPR) sem hefur umsjón með viðbrögðum við hamförum.

Allar þessar stofnanir eru hluti af Department of Health and Human Services (HHS) sem í febrúar sl. var talin „í mikilli hættu“ fyrir svikastarfsemi, óstjórn og misnotkun í skýrslu sem GAO gaf út.

GAO lagði til nokkrar úrbætur í nýjustu skýrslu sinni, þar á meðal að stofnanirnar settu upp verkferla fyrir starfsmenn svo þeir gætu tilkynnt um hugsanleg pólitísk afskipti, og myndu þær þá þjálfa starfsfólk í að taka eftir og bregðast við slíkum pólitískum afskiptum af vísindaniðurstöðum.

GAO tók fram að hún hefði ekki skoðað ásakanirnar í því skyni að staðfesta hvort pólitísk afskipti hefðu leitt til breytinga á vísindum.

Stofnanir HHS nýlega fengið annan áfellisdóm

Þessi nýja skýrsla GAO kemur í kjölfar skýrslu GAO  frá því í febrúar sl. um starfsemi stofnana HHS sem framangreindar fjórar stofnanir tilheyra.

Í þeirri skýrslu sagði GAO að  stofanirnar glímdu við „skort á forystu og viðbúnaði“ til að takast á við hvort sem væri Covid eða zika vírusfaraldurinn, ásamt náttúruhamförum eins og fellibyljum og skógareldum.

Þá sagði GAO m.a. að stofnanir HHS væru í „mikilli hættu“ á sóun fjármuna, svikum, misnotkun og óstjórn.

Daily Mail. 

Skildu eftir skilaboð