Mótmæli hafin í Ottawa á ný – ósprautaðir Kanadamenn fangar í eigin landi

frettinErlent1 Comment

Mótmæli við þingið í höfuðborg Kanada, Ottawa, eru hafin á ný eftir nokkuð hlé.

Síðast voru það vöruflutningabílstjórar Frelsislestarinnar sem söfnuðust saman þar vikum saman og mótmæltu bólusetningaskyldu vörubílstjóra sem fara á milli Bandaríkjanna og Kanada, ásamt öðrum aðgerðum ríkisstjórnar Trudeau. Í þetta sinn tekur mótorhjólalest þátt í viðburðinum.

Vörubílstjóramótmælin enduðu meðal annars með setningu neyðarlaga ríkisstjórnarinnar þar sem henni var gert heimilt að frysta bankareikninga mótmælenda, banna samkomur á ákveðnum stöðum o.fl.  Áður hafði ríkisstjórnin beitt sér fyrir því að reikningur með söfnunarfé sem ætlað var  launalausum vörubílstjórunum yrði lokaður.

Enn eru Covid-aðgerðir í Kanada mjög harðar, og er til dæmis þeim sem ekki hafa látið sprauta sig með Covid-efni meinað að ferðast með lestum, rútum og flugi innan-og utanlands. Ósprautaðir Kanadamenn eru því fangar í eigin landi.


One Comment on “Mótmæli hafin í Ottawa á ný – ósprautaðir Kanadamenn fangar í eigin landi”

  1. Þetta er bara skelfilegt að heyra hvað er í gangi í þessu landi..

Skildu eftir skilaboð