Fjórða valdið tekið úr sambandi í faraldrinum – fjölmiðlar og yfirvöld samherjar

frettinInnlendar1 Comment

Arnar Þór Jónsson lögmaður, fyrrverandi dómari og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins er með vikulega þætti á Útvarpi Sögu, Í leit að sannleikanum.

Í síðasta þætti sínum fjallaði Arnar Þór um fjórða valdið, þ.e. fjölmiðla, og segir að þeir hafi í raun verið teknir úr sambandi í kórónuveirufaraldrinum þegar fjölmiðlum var bætt á lista almannavarnadeildar yfir starfsfólk í framlínustörfum.

Í þættinum las Arnar upp úr nýlegri grein hans og Svölu Magneu Ásdísardóttur blaðamanns og fjölmiðlafræðings þar sem rætt er um samruna valds og hvaða áhrif þannig samruni getur haft í för með sér.

Í grein þeirra Arnars og Svölu segir að það sé álit þeirra að þegar þessi yfirfærsla fjórða valdsins, fjölmiðla, á lista almannavarnadeildar átti sér stað hafi orðið ákveðin vatnaskil, fjölmiðlafólk hafi meðal annars fengið forgang að samfélagslegri þjónustu umfram aðra borgara landsins.

„Fjölmiðlamönnum var snúið frá því að veita stjórnvöldum aðhald og þeir gerðir að samherjum almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra, landlæknis og sóttvarnalæknis. Fjórða valdið sem gagnrýnandi afl aðhalds var í raun tekið úr sambandi,“ segir í greininni.

Arnar og Svala bentu líka á að í ljósi eignarhalds stærstu fjölmiðla heims og eignartengsla þeirra við við stóra lyfjafyrirtækin blasi við að sérstakrar aðgæslu og aðhalds sé þörf hjá ríkisfjölmiðlum og opinberum eftirlitsstofnunum.

„Í kórónuveirufaraldrinum virðast þessi mörk hafa máðst út og háskalegur samruni opinbers valds og alþjóðlegra stórfyrirtækja leitt lýðræðisógn yfir almenning í formi hræðsluáróðurs sem miðaði að því að samræma hegðun og þagga niður í efasemdarröddum. Þegar horft ef yfir atburðarrás síðustu tveggja ára birtist grafalvarleg mynd, sem í raun má kenna við lýðræðishrun. Þingræði var í raun afnumið og opinbert vald afhent sérfræðingum í allt of ríkum mæli, án viðunandi valdtemprunar og aðhalds.“

Hlusta má á þáttinn á vef Útvarps Sögu.

One Comment on “Fjórða valdið tekið úr sambandi í faraldrinum – fjölmiðlar og yfirvöld samherjar”

  1. Fjölmiðlar eru ekki neitt fjórða vald. Þeir eru fyrsta vald. Ef fjölmiðlar segðu almenningi sannleikan, t.d. um að forsetinn þeirra hæðist að þeim með sínum fíngra táknum og tranný boðskap væri hægt að stöðva hann og hans lið í að rugla börn landsins í ríminu, svo mikið að þau verði fórnarlömb lyfjarisanna sem selja síðan skattgreiðendum rándýr líf til að breyta þeirra kyni, sem kostar enn meiri útgjöld fyrir þunglyndis lyfjum þegar mistökin verða augljós.

Skildu eftir skilaboð