Tuttugu teknir fyrir ölvunar- og fíkniefnaakstur á höfuðborgarsvæðinu um helgina

frettinInnlendarLeave a Comment

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði tuttugu ökumenn vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis- eða fíkniefna á höfuðborgarsvæðinu um helgina.

Nítján þeirra voru stöðvaðir í Reykjavík og einn í Hafnarfirði. Þrír voru teknir á föstudagskvöld, sex á laugardag, sex á sunnudag og fimm aðfaranótt mánudags. Þetta voru sautján karlar á aldrinum 21-64 ára og þrjár konur, 43-58 ára. Sex þessara ökumanna höfðu þegar verið sviptir ökuleyfi og tveir hafa aldrei öðlast ökuréttindi. Til viðbótar stöðvaði lögreglan för sex réttindalausra ökumanna og var þeim öllum gert að hætta akstri.

Þá voru tilkynntar sextán líkamsárásir, þar af ein alvarleg. Þá var farið í sjö útköll vegna heimilisofbeldis, segir í dagbók Lögreglunnar.

Skildu eftir skilaboð