CDC keypti símagögn fyrir 420 þúsund dollara til að njósna um fólk í faraldrinum

frettinErlentLeave a Comment

Sóttvarnarstofnun Bandaríkjanna (CDC) keypti staðsetningargögn sem safnað var úr milljónum farsíma til að fylgjast með því hvort fólk væri að fara eftir Covid reglum, svo sem lokunaraðgerðum og öðrum takmörkunum, samkvæmt nýrri skýrslu.

Stofnunin greiddi 420 þúsund bandaríkjadollara (55 milljónir kr.) fyrir árs aðgang að staðsetningargögnum farsíma frá gagnamiðluninni SafeGraph, samkvæmt skjölum sem Vice News greindi frá á þriðjudag.

Gögnunumn var safnað saman, sem þýðir að þeim var ætlað að sýna almenna þróun/hegðun frekar en hreyfingar tiltekinna síma, en aðgerðin kveikti samt á viðvörunarbjöllum hjá sumum talsmönnum persónuverndar.

CDC og SafeGraph svöruðu ekki skilaboðum frá DailyMail.com þar sem óskað var eftir viðbrögðum síðdegis á þriðjudag. Samkvæmt Vice sýna skjölin að CDC ætlaði að nota gögnin til að greina hvort  fólk hlýddi útgöngubanni, rekja hegðunarmynstur fólks sem heimsótti grunnskóla og fylgjast sérstaklega með skilvirkni aðgerðanna meðal Navajo indíána.

CDC skjölin lýsa gögnunum frá SafeGraph sem „mikilvægum fyrir áframhaldandi viðbragðsaðgerðir, svo sem eftirlit með hreyfingu fólks á útgöngubannssvæðum eða nákvæmar talningar á heimsóknum í apótek/heilsugæslustöðvar vegna Covid bólusetninga.“

Zach Edwards, sérfræðingur í netöryggismálum sem fylgist náið með gagnamörkuðum, sagði Vice að svo virtist sem áhugi CDC á staðsetningargögnum, hafi náð lengra en að fylgjast bara með eftirfylgni fólks við reglur og aðgerðir tengdar heimsfaraldrinum.

„CDC virðist af ásettu ráði hafa búið til lista, opinn í báða enda, yfir atriði sem átti að skoða, meðal annars eftirlit með útgöngubanni, heimsóknum til og frá nágranna, heimsóknir í kirkjur, skóla og apótek/heilsugæslustöðvar, og einnig margvíslegar greiningar á gögnunum sem einblíndu sérstaklega á „ofbeldi,“ sagði Edwards.

Snemma í heimsfaraldrinum gerði SafeGraph hluta af gögnum sínum og greiningum opinber, til að hjálpa við að upplýsa um viðbrögð við aðgerðum yfirvalda í heimsfaraldrinum.

Gögnin sýndu til dæmis hvernig heimsóknir á bari og veitingastaði breyttust frá því fyrir heimsfaraldurinn.

Í apríl 2020 lýsti fyrirtækið því í bloggfærslu hvernig CDC notaði ókeypis gögn, þar á meðal „til að skilja betur hvar COVID-19 hefði mestu möguleikana á að breiðast út.“

Á síðasta ári ákvað SafeGraph aftur á móti að byrja að rukka fyrir staðsetningargögn sín.

Þetta umdeilda fyrirtæki er fjárhagslega styrkt af Turki bin Faisal Al Saud, fyrrverandi yfirmanni leyniþjónustu Sádi-Arabíu.

Milljarðamæringurinn Peter Thiel er einnig fjárfestir í fyrirtækinu.

DailyMail.

Skildu eftir skilaboð