Refsiaðgerðir gegn evrópskum neytendum

frettinGeir Ágústsson, PistlarLeave a Comment

Geir Ágústsson skrifar.

Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, segir ESB ætla smám saman að banna innflutning á olíu frá Rússlandi. Tillögur að nýjum refsiaðgerðum gagnvart Rússum hafa verið kynntar vegna innrásar þeirra í Úkraínu.

Eða öllu heldur: Refsiaðgerðum gagnvart evrópskum neytendum, því Rússar eru óðum að aðlaga flutningakerfi og innviði að nýjum viðskiptaleiðum.

Pútín ætlar auðvitað að svara fyrir sig. Hann er að hanna eigin refsiaðgerðir. Og hvernig hljóma þær? Jú, að hætta sölu á olíu til Vesturlanda.

Já, þú last rétt. Refsiaðgerðir Evrópusambandsins gagnvart Rússum eru í innihaldi nákvæmlega þær sömu og refsiaðgerðir Rússa gagnvart Evrópusambandinu.

Mögulega erum við í Evrópu bara peð í einhverju valdatafli bandarískra yfirvalda eða einhverra hagsmuna innan bandarísku stjórnsýslunnar. Það þýðir að öllum brögðum verður beitt til að framlengja stríðið, NATO verður stækkað til austurs og tilraunir gerðar til að blóðmjólka rússneska hagkerfið með stríðskostnaði. Allt er þetta auðvitað á kostnað almennra borgara. Og ef marka má sumt af því sem ég hef séð hefur allt þetta farið fram undanfarin ár samkvæmt hönnun: Að skapa ástand sem var óumflýjanlega að fara leiða til röð atburða sem er nú viðhaldið með peningum og vopnum.

En kannski ekki. Kannski bara einn stór misskilningur rekinn áfram af harðstjóra með stórar byssur.

Nú nálgast 9. maí óðfluga og allir sammála um að það þýði að Rússar geri eitthvað. Hvað þetta eitthvað er veit enginn nema Pútín.

Kannski að lýsa yfir sigri og hypja sig heim. Kannski að lýsa yfir stríði og senda málaliðanaflugherinn og sérsveitirnar inn í Úkraínu.

Og peðin horfa á þar til kemur að því að fórna þeim.

Skildu eftir skilaboð