Volodymyr Zelenskí, forseti Úkraínu, ávarpar alþingismenn og íslensku þjóðina

frettinInnlendar3 Comments

Á vef Alþingis kemur fram að forseti Alþingis muni á morgun, 6. maí 2022, ávarpa Alþingi og íslensku þjóðina:

„Volodymyr Zelenskí, forseti Úkraínu, ávarpar alþingismenn og íslensku þjóðina föstudaginn 6. maí kl. 14.00 í gegnum fjarfundabúnað við sérstaka athöfn í þingsal Alþingis. Hægt verður að fylgjast með ávarpinu í sjónvarpi, á vef Alþingis og öðrum vefmiðlum.

Ávarp Zelenskís er einstakur viðburður því þetta verður í fyrsta skipti sem erlendur þjóðhöfðingi flytur ávarp í þingsal Alþingis.

Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, mun stýra þessari sérstöku athöfn og talar við upphaf hennar. Þá mælir forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, nokkur orð fyrir hönd íslensku þjóðarinnar. Síðan tekur Zelenskí til máls. Að loknu ávarpi Zelenskís ávarpar forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir, forseta Úkraínu.

Ísland hefur frá upphafi fordæmt tilefnislausa innrás Rússlands í Úkraínu og lýst yfir eindregnum stuðningi við úkraínsku þjóðina og þarlend stjórnvöld. Ísland tekur fullan þátt í alþjóðlegum þvingunaraðgerðum gegn Rússlandi, styður við mannúðaraðgerðir Sameinuðu þjóðanna og annarra stofnana og tekur á móti fólki á flótta frá Úkraínu. Þá hefur Ísland haft milligöngu um loftflutninga búnaðar, þar á meðal hergagna, í tengslum við varnir Úkraínu. Ísland mun áfram leita leiða til þess að styðja við Úkraínu með öllum þeim ráðum sem stjórnvöldum eru tiltæk og í samræmi við þær þarfir sem uppi eru í Úkraínu.“

3 Comments on “Volodymyr Zelenskí, forseti Úkraínu, ávarpar alþingismenn og íslensku þjóðina”

  1. The President of Iceland, Guðni Th. Jóhannesson, a few words on behalf of the Icelandic nation ???????
    Not in my name Guðni Th. Jóhannesson, not in my name

  2. Samkvæmt heimildum mun Zelensky kynna fyrir þingheimi hvernig hægt er að tryggja lýðræði á stríðstímum. Fer hann sérstaklega yfir það þegar hann bannaði stærsta stjórnarandstöðuflokkinn og lét fangelsa alla andstæðinga sína. Einnig mun hann kynna reynslu sína af sölu ríkiseigna til erlendra vogunarsjóða og einkavæðingu innviða í Úkraínu til réttra aðila. Bjarna Ben ætti ekki að leiðast.

  3. Hann kannski ræðir um að Úkraína hefur verið pyttur peningaþvættis og mannsals undir hans stjórn, kannski hann ræði um asov nasistasveitirnar eða lífefnavopnaverksmiðjurnar sem Rússarnir hafa verið að eyðileggja. Já eða sviðsettu myndirnar sem eru í dreifingu sem t,d sýna bíla á hvolfi en allar rúður í byggingum heilar. Þessi ríkisisstjórn er ekki með öllum mjalla, og í fararbroddi er gagnslaus dósamatur sem hefur ekki gert neitt nema að selja fullveldi Íslendinga til erlendra ókosinna stofnana.

Skildu eftir skilaboð