Joe Biden: „foreldrar í Úkraínu skíra nýfædd börn sín eftir eldflaugum frá Bandaríkjunum“

frettinErlentLeave a Comment

Forseti Bandaríkjanna, Joe Biden, heimsótti í vikunni fyrirtækið Lockheed Martin í Pike County, Alabama en þar eru Javelin eldflaugar framleiddar. Biden hefur nýlega óskað eftir því við þingið að fá viðbótarfjárveitingu upp á 33 milljarða dollara vegna stríðsins í  Úkraínu.

Forsetinn hélt ræðu á staðnum og sagði meðal annanrs:

„Þessar Javelin (eldflaugar) sem ég sá, þær eru 10 fyrir hvern skriðdreka sem er í Úkraínu núna. Þið eruð að breyta lífi fólks [áheyrendur klappa]. Við smíðuðum vopnin - nei, þið gerðuð það í raun. En við smíðuðum vopnin og búnaðinn sem hjálpaði til við að verja frelsi og fullveldi í Evrópu fyrir mörgum árum. Og sú er aftur raunin í dag.“

„Þið vitið, einhver af bestu og áhrifaríkustu vopnunum í vopnabúrinu okkar eru þessar Javelin eldflaugar, eins og þær sem eru framleiddar hérna í Pike County,“ sagði forsetinn.

„Þær eru mjög færanlegar. Þær eru afar áhrifaríkar gegn margs konar brynvörðum skotmörkum. Þær geta hitt skotmörk í allt að 400 [4.000] metra fjarlægð og hafa getu til að „skjóta og gleyma.“ Það þýðir að sá sem skýtur (og ég veit að þið vitið það, en fyrir alla aðra sem gætu verið að hlusta) getur skipt um stöðu eða farið í skjól áður en Javelin eldflaugin hittir skotmarkið.“

„Reyndar hafa eldflaugarnar verið svo mikilvægar að það er meira að segja saga um að úkraínskir ​​foreldrar séu að skíra nýfædd börn sín...þetta er ekki grín, Javelin eða Javelina. Þetta er ekki grín,“ sagði forsetinn.

Hér má heyra forsetann tala:

Skildu eftir skilaboð