FDA takmarkar notkun Janssen bóluefna sökum hættu á lífshættulegum blóðtappa

frettinErlentLeave a Comment

Bandarískir eftirlitsaðilar tilkynntu sl. fimmtudag um hertar takmarkanir á bólusetningum með Janssen bóluefninu sem fyrirtækið Johnson & Johnson's framleiðir. Ástæðan er samkvæmt Matvæla- og lyfjaeftirlitinu (FDA) áframhaldandi hætta á sjaldgæfum en alvarlegum blóðtappa.

FDA sagði að Janssen sprautuna ætti aðeins að gefa fullorðnum sem geta ekki fengið annað bóluefni eða óska sérstaklega eftir Janssen efninu. Bandarísk yfirvöld hafa í marga mánuði mælt með því að Bandaríkjamenn noti Pfizer eða Moderna efnið í staðinn.

Embættismenn FDA sögðu í yfirlýsingu að þeir hafi ákveðið a takmarka bólusetningar með Janssen eftir að hafa skoðað betur gögn um hættuna á lífshættulegum blóðtappa innan tveggja vikna frá bólusetningu.

Í apríl á síðasta ári mæltu bandarísk yfirvöld með Janssen bóluefninu á ný eftir hlé af sömu ástæðu, þ.e., hættunni af blóðtöppum.

Um 55.000 Íslendingar hafa fengið bóluefni Janssen samkvæmt Covid.is. Íslensk yfirvöld sögðu í upphafi Covid sprautuherferðarinnar að aðeins einn skammt af Janssen þyrfti til að teljast fullbólusettur, en í júlí 2021 breyttu yfirvöld um stefnu og mæltu með annarri sprautu fyrir þá sem höfðu fengið Jannsen, ýmist Pfizer eða Moderna.

Þar með var Janssen þegum boðið upp "mix&match" aðferðina (sambland ólíkra bóluefna), nokkuð sem aldrei hafði verið rannsakað. Tilkynntar aukaverkanir til Lyfjastofnunar vegna Janssen eru 1397, þar af 20 alvarlegar.

Hættan á Pfizer bóluefninu opinberuð

Þessar nýju ráðleggingar bandarískra heilbrigðisyfirvalda koma á svipuðum tíma og 80 þúsund bls. af Pfizer skjölum, sem FDA vildi halda leyndum í 75 ár, hafa verið gerð opinber eftir úrskurð dómstóla í Bandaríkjunum.

Skjölin sýna meðal annars að 1223 þátttakendur í 40 þúsund manna rannsókn á bóluefni Pfizer hafi látist eftir bólusetninguna. Auk þess sýna gögnin fram á gífurlegan fjölda af öðrum aukaverkunum, þ.á.m. hjartavöðvabólgu, taugasjúkdóma, fósturlát og blóðtappa. Lesa má nánar um Pfizer skjölin hér.

Þá hefur Lyfjastofnun Svíþjóðar nýlega sent frá sér tilkynningu um niðurstöðu samnorrænnar rannsóknar með 23 milljónum þátttakendum, þar sem fram kemur að hættan á hjartavöðvabólgu eykst mikið eftir bólusetningu með Pfizer og Moderna, sérstaklega meðal ungra karlmanna. Allt að 120-falt segir einn af greinendum niðurstöðunnar.

Hér neðar má sjá viðtal við Dr. Aaron Kheriaty, einn þeirra sem fór fyrir dóm til að fá Pfizer skjölin afhent með vísan til upplýsingalaga, (FOI - Freedom of Information Act). Þar er meðal annars komið inn á hættuna af Janssen bóluefninu annars vegar og Pfizer hinsvegar.


Skildu eftir skilaboð