12 dómarar fallast ekki á frávísunarkröfu Þóru og Aðalsteins

frettinInnlendar2 Comments

„Landsréttur tók sér ekki langan tíma til að staðfesta niðurstöðu Héraðsdóms Norðurlands eystra um að lögreglustjórinn á Norðurlandi eystra og staðgengill hans væri ekki vanhæf til að fara með rannsókn á meintum brotum gegn friðhelgi Páls Steingrímssonar skipstjóra.

Páll Steíngrímsson skipstjóri skrifaði rétt í þessu á facebook:

Jæja, nú hafa allt í allt 12 íslenskir dómarar ekki fallist á lagaklæki Aðalsteins og Þóru. Er vandséð hvaða snúning Þórður Snær getur tekið enda hafa blaðamennirnir ekki mætt í skýrslutöku og vita því svo gott sem ekkert um málið að eigin sögn.

Hvað munu þeir þá taka til bragðs til að beina kastljósinu frá sér? Verður einhver fyrrum starfsmaður Samherja samstæðunnar með vafasama fortíð dubbaður upp sem nýjasti uppljóstrarinn? Verður einhver “afhjúpun” til að sýna Samherja og það fólk sem tengist fyrirtækinu í vondu ljósi en að sama skapi beina athyglinni frá þeirri staðreynd að þetta fólk hefur ekki getað svarað einni einustu spurningu minni um starfshætti þeirra eins og ég benti nýverið á.

Staðreyndin er sú að þau geta ekki varið gjörðir sínar og þegja því ýmist eða þyrla um ryki og treysta á skammtímaminni annarra fjölmiðla og almennings. Aumkunarvert ef það verður niðurstaðan. Og er það ekki merki um lélegt siðferði RÚV að meintur kynferðisbrotamaður stýrir kosningasjónvarpi RÚV og annar meintur kynferðisbrotamaður er fastagestur í morgunútvarpi RÚV, getur einhver útskýrt fyrir útvarpsstjóra merkingu orðsins siðferði..?


2 Comments on “12 dómarar fallast ekki á frávísunarkröfu Þóru og Aðalsteins”

  1. Ekki falla í gryfju slúðurblaðamennsku. Að birta bloggsíður og reiðilestra gagnrýnislaust, er ekki merki um merkilegann miðil eða úthugsaða blaðamennsku. það er í raun einmit það sem er að öðrum miðlum þessa lands; huglæg leti sem botnar í vöntun á sjálfstæðri afstöðu fréttamanns.

    Þjóðin á skilið að fá upplýsingar um glæpi Samherja og allur þessi síma-sirkus slær ryki í augu almennings.

    Við viljum vita um mútu-glæpi, skattsvik, sýndarkaup og sölu á fiski á skálduðu verði til þess að hlunnfara eigin áhafnir, allt það sem sópað hefur verið undir teppið í áratugi.

    Þetta væl Páls um atlögu ættingja hans, er hans eigin fjölskyldu harmleikur, spunnin og mótaður í fjölmiðlum til þess að taka athygli frá þeirri staðreynd að Samherji er glæpafyrirtæki, með her af PR sérfræðingum á launum við að stjórna umræðunni í þjóðfélaginu, sem þessi smjörklípa er einn angi af.

  2. Hvað mundir þú gera Skúli ef þínum síma yrði stolið og hann afritaður?Nú á dögum er allt eynkalíf fólks í þessu litla tæki.

Skildu eftir skilaboð