Málið fellt niður gegn Aroni og Eggerti

frettinInnlendarLeave a Comment

Kynferðisbrotamál á hendur landsliðsmönnunum Aroni Einari Gunnarssyni og Eggerti Gunnþóri Jónssyni hefur verið fellt niður hjá Héraðssaksóknara, DV greindi fyrst frá.

„Þetta er ánægjuefni fyrir þá. Þetta er það sem þeir hafa búist við og að vönduð rannsókn myndi leiða það í ljós að þetta væri ekki líklegt til að fá framgöngu,segir Einar Oddur Sigurðsson, lögmaður mannanna í samtali við DV en Aron og Eggert sendu frá sér yfirlýsingu í haust og neituðu sök í málinu.

Konan sem lagði fram kæruna hefur nú fjórar vikur til að fara fram á það við ríkissaksóknara að málið sé skoðað nánar.

Aron Einar er leikmaður Al-Arabi í Katar en hann hefur verið úti í kuldanum hjá íslenska landsliðinu eftir að málið kom upp. Eggert Gunnþór Jónsson er leikmaður FH en honum var gert að stíga til hliðar um miðjan apríl vegna málsins.

Forsaga málsins er sú að konan lagði fram kæru síðasta haust og sakaði þá Aron og Eggert um að hafa nauðgað sér í Kaupmannahöfn árið 2010. Þeir hafa alla tíð neitað sök.

Skildu eftir skilaboð