Farsímasendir tekinn niður við skóla í Kaliforníu – átta börn með krabbamein

frettinErlent2 Comments

Átta börn hafa greinst með krabbamein í einum grunnskóla í 14 þúsund manna bæ í Kaliforníu, nokkuð sem hefur valdið áhyggjum foreldra á því að farsímasendir við skólann gæti verið ástæðan.

Þeir nemendur sem orðið hafa fyrir áhrifum í grunnskólanum í bænum Ripon eru allir undir 10 ára aldri, hver og einn með mismunandi tegund krabbameins; í heila, nýrum, lifur og eitlum.

Það eru fáar vísbendingar um að farsímasendar séu raunveruleg hætta fyrir mannfólk, en jafnvel efasemdarmenn segja að fjöldi tilfella meðal barna í svo litlum bæ sé óvenjulegur.

Símafyrirtækið Sprint, sem á sendinn, hefur tekið hann niður þrátt fyrir að hafa haldið því fram að bylgjurnar séu 100 falt undir leyfilegum mörkum.

En mæður barnanna segja að rannsóknaraðili sem þær sjálfar fengu til að mæla styrkleikann hafi fundið mun hærra magn, en þó enn undir mörkum.

Móðir drengs sem greindist með heilakrabbamein árið 2016, sagði við sjónvarpsstöðina CBS: „Þetta [sendirinn] er flokkað sem mögulega krabbameinsvaldandi.“

„Það segir okkur að það eru einhverjar sannanir til staðar.“

„Við vitum að það gætu verið aðrir þættir, önnur umhverfisáhrif... en kjarni málsins er að sendirinn á ekki að vera þarna ef það er eitthvað sem bendir til þess að hætta gæti stafað af honum.“

Foreldrar annars nemanda við skólann sem greindist með krabbamein í nýrum árið 2016, hafa barist fyrir því í tvö ár að sendirinn yrði tekinn niður.

Eftir að hafa ráðið lögfræðinga fyrr á þessu ári var ákveðið að sendirinn yrði loks tekinn niður í mars sl.

Lögmenn þeirra halda því fram að mengun sé líklegasta orsök óvenju hárrar tíðni krabbameins meðal barna í þessum 14 þúsund manna bæ.

Samkvæmt bandarísku krabbameinssamtökunum fá um 411 Kaliforníubúar af hverjum 100.000 krabbamein á hverju ári sem samsvarar 0,0041 hlutfalli, og nær til fullorðinna einstaklinga, sem eru líklegri en börn til að fá krabbamein.

Faðir eins nemandans er ekki sannfærður um að sendirinn sé skaðlaus en telur einnig að annars konar mengun gæti verið orsökin, og gaf til kynna að Nestle verksmiðja gæti hafa lekið eiturefnum í jarðveginn í mörg ár.

„Eftir að hafa skoðað þúsundir blaðsíðna af skjölum get ég sagt að þetta [Nestle] veldur mér ekki áhyggjum,“ sagði lögmaðurinn Marcelis Morris við sjónvarpsstöðina Fox 40.

„Við þurfum að grafast fyrir um og komast að því hvað veldur öllu þessu krabbameini í bænum Ripon. Við viljum bjarga mannslífum. Við viljum koma í veg fyrir að þetta gerist.“

Daily Mail.

2 Comments on “Farsímasendir tekinn niður við skóla í Kaliforníu – átta börn með krabbamein”

  1. Ef fólk skoðar betur í kring um sig þ.e.a.s. hér í Reykjavík. Fyrir mér er þetta sláandi sjón hvað það er mikið af þessu sendum hérna. Við erum allt og mikið að treysta því að þeir sem eiga þetta geti bara sett þetta hvar sem er.

  2. Fyrir löngu í bókinni ‘Electrosmog’ las ég, að það er ekki til örugg geislaskammtur. Einmitt lágir skammtar eru hættulegir þar sem líkaminn verður ekki var við þá.

Skildu eftir skilaboð