Hreinna loft leiðir til fleiri fellibylja í Atlantshafinu samkvæmt rannsókn NOAA

frettinErlentLeave a Comment

Ný rannsókn bendir til þess að tilraunir í Norður-Ameríku og Evrópu til að draga úr loftmengun hafi leitt til ófyrirsjánlegra afleiðinga þ.e. fleiri fellibylja.

Hin óvænta niðurstaða var uppgötvuð af Hiroyuki Murakami, eðlisfræðingi hjá National Oceanic and Atmospheric Administration (NOAA). Í grein sem birt var í tímaritinu Science Advances, sagði Murakami að hann hafi rannsakað þróun fellibylja á norðurhveli jarðar undanfarin 40 ár og uppgötvaði tengsl milli fjölda fellibylja og magns loftmengunar í formi örsmárra agna sem kallast svifryk (e. aerosols).

Tæplega 90 prósent af svifryki sem fer út í loftið á sér náttúrulegar orsakir eins og frá eldfjöllum og skógareldum, en hin 10 prósentin koma frá verksmiðjum, svo sem sementsframleiðslu og kolabrennslu. NOAA rannsóknin skoðar gögn frá tveimur tímabilum: 1980 til 2000 og 2001 til 2020, þar sem Norður-Ameríka og Evrópa takmarka verulega útblástur af mannavöldum.

Samkvæmt rannsókninni hefur 50 prósent minnkun á mengun af mannavöldum frá 1980 til 2020 stuðlað að 33 prósenta aukningu á stormmyndunum í Atlantshafi. Kenningin er sú að þegar það eru færri mengunaragnir til að endurkasta orku sólar út í geiminn mun vatn hlýna og virka sem eldsneyti fyrir fellibylja.

„Án verulegs magns agnamengunar til að endurkasta sólarljósi gleypir hafið meiri hita og hitnar hraðar,“ sagði NOAA í yfirlýsingu 11. maí. „Hlýnandi Atlantshaf hefur verið lykilþáttur í 33 prósenta aukningu á fjölda fellibyljamyndunar á þessu 40 ára tímabili.

Murakami komst einnig að því að eftir því sem loft í Asíu varð óhreinara varð svæðið einnig fyrir færri fellibyljum. „Í þessu tilviki hefur 40 prósent aukning á styrk svifryksmengunar verið einn af nokkrum þáttum sem hefur stuðlað að 14 prósenta lækkun,“ sagði hann.

„Þessi rannsókn bendir til þess að minnkandi loftmengun leiði til aukinnar hættu á hitabeltisbyljum, sem eiga sér stað í Norður-Atlantshafi, og gæti einnig gerst, ef loftmengun minnkar hratt, í Asíu,“ sagði Murakami. „Hin kaldhæðnislega niðurstaða bendir til nauðsynjar þess að taka ákvarðanir um stefnumótun í framtíðinni þar sem kostir og gallar margvíslegra áhrifa eru skoðaðar.

Rannsóknin kemur á þeim tíma sem Bandaríkin búa sig undir upphaf fellibyljatímabilsins í Atlantshafinu, sem stendur frá 1. júní til 30. nóvember. The National Hurricane Center, stofnun innan NOAA, hóf daglegar storma-og fellibyljaspár sínar 15. maí.

Á árinu 2021 skráði NOAA 21 storm, þar af átta sem komu á strönd Bandaríkjanna. Árið 2020 voru skráðir 30 stormar sem var met, þar af 14 sem breyttust í fellibyl.

Á þessu ári eru heiti stormanna: Alex, Bonnie, Colin, Danielle, Earl, Fiona, Gaston, Hermine, Ian, Julia, Karl, Lisa, Martin, Nicole, Owen, Paula, Richard, Shary, Tobias, Virginie og Walter.

Heimild

Skildu eftir skilaboð