Demókratinn Fetterman fékk hjartaáfall – státaði nýlega af örvunarskammti

ThordisErlentLeave a Comment

John Fetterman aðstoðarríkisstjóri Pennsylvania og frambjóðandi í forvali demókrata til öldungadeildar Bandaríkjaþings fékk hjartaáfall á föstudag.

Fetterman, 52 ára, sagði í yfirlýsingu að honum hafi ekki liðið vel á föstudaginn og farið á sjúkrahús að áeggjan eiginkonu sinnar. Í yfirlýsingunni frá honum kom einnig fram að hann hefði fengið hjartaáfall vegna blóðtappa og læknar hefðu náð að fjarlægja hann og komið stjórn á hjarta hans.

„Góðu fréttirnar eru þær að mér líður miklu betur og læknarnir segja mér að ég hafi ekki orðið fyrir neinum varanlegum skaða,“ sagði hann í yfirlýsingunni.

Hjartaáfall Fetterman hefur vakið þó nokkra athygli ekki síst vegna þess að hann, eins og margir aðrir demókratar, hefur verið ötull talsmaður fyrir tilraunabólusetningum við Covid-19, þrátt fyrir að honum ætti að vera ljós áhættan sem þeim fylgir.

Í júní á síðasta ári setti hann inn mynd af syni sínum inn á Twitter og sagði hann vera að fullu bólusettan.

Í nóvember sl. deildi hann mynd af eiginkonu sinni og tveimur börnum á Twitter og sagði þau fljótlega verða orðin 100% bólusett.

Fetterman var þar sannspár því hann setti inn á Twitter þann 21. apríl sl. að hann og öll fjölskylda hans væru orðin að fullu bólusett og hefðu að auki fengið örvunarskammt.

Aðeins innan við mánuði síðar fékk Fetterman blóðtappa og hjartaáfall. Vegna þessa neyddist Fetterman til þess að greiða atkvæði í forvalinu í gær frá sjúkrahúsinu og að sjálfsögðu birti hann mynd á Twitter.

Einhverjir netverjar hafa eðlilega spurt sig að því, í kjölfar hjaraáfalls Fetterman, hvort hann muni hafa heilsu til að vera í öldungadeildinni,i nái hann kjöri í kosningunum í nóvember.

Þá var sagt frá því í gær að demókratinn og öldungardeildarþingmaðurinn Chris Van Hollen hafi upplýst á sunnudag að hann væri á sjúkrahúsi eftir að hafa fengið heilablóðfall


Skildu eftir skilaboð