Elon Musk styður repúblikana í fyrsta sinn á ævinni

frettinErlentLeave a Comment

Í viðtali í vikunni sagði milljarðamæringurinn Elon Musk og væntanlegur kaupandi Twitter að hann muni í haust í fyrsta sinn á ævinni kjósa repúblikana en þá eru ríkiskosningar í Bandaríkjunum. Ástæðan hans fyrir þessu virðist liggja í tjáningarfrelsinu.

Musk segist alltaf hafa kosið demókrata og skilgreinir sjálfan sig sem miðjumann, hvorki demókrata né repúblikana.

Hann ítrekar að kaup sín á Twitter sé ekki einhvers konar hægri yfirtaka á miðlinum sem hann segir vera mjög langt til vinstri heldur frekar hófsama yfirtöku, hann vilji að allir upplifi sig velkomna á vettvanginum, burt séð frá stjórnmálaskoðunum.

Hér er viðtalið við Musk:

Skildu eftir skilaboð