Þýskur hnefaleikameistari fékk hjartaáfall í hringnum og lést

frettinErlentLeave a Comment

Hinn ósigraði þýski hnefaleikakappi Musa Askan Yamak lést um helgina eftir að hafa fengið hjartaáfall, að sögn tyrknesks embættismanns. Yamak var fæddur í Tyrklandi.

Hinn 38 ára gamli hnefaleikari hneig niður í hringnum í byrjun þriðju umferðar í viðureign gegn Hamza Wandera frá Úganda, í Munchen í Þýskalandi.

„Við misstum landa okkar Musa Askan Yamak eftir hjartaáfall, boxara frá Alucra, sem vann Evrópu- og Asíumeistaratitla, á unga aldri,“ sagði Hasan Turan á Twitter.

Myndband af atvikinu má sjá hér neðar:

Skildu eftir skilaboð