Fjölskylda höfðar mál vegna dauða 26 ára manns eftir AstraZenca sprautu

frettinErlentLeave a Comment

Fjölskylda 26 árs gamals útskriftarnema sem lést af blóðtappa í heila tveimur vikum eftir AstraZeneca bólusetningu ætlar að höfða dómsmál vegna dauða sonarins,“ segir í Daily Mail.

Jack Hurn, frá Redditch, lést í júní síðastliðnum eftir að hafa fengið sinn fyrsta skammt af bóluefninu á heilsugæslustöð 29. maí 2021.

Sagt er að hann hafi óskað eftir öðru bóluefni en AstraZeneca eins og heilbrigðisyfirvöld höfðu mælt með á þeim tíma fyrir hans aldurshóp, en honum sagt að ekkert annað væri til.

Rannsókn mun hefjast á dauða Jack Hurn á mánudag, sem fjölskylda hans vonast til að muni veita svör við dauða hans.

Lögmenn fjölskyldunnar sögðu að ráðleggingar heilbrigðisyfirvalda á þeim tíma hafi verið að fólk undir þrítugu ætti að fá aðra tegund bóluefnis en AstraZeneca eftir að í ljós kom að yngra fólk væri í meiri hættu á að fá blóðtappa.

Sagt var aukaverkunin væri „afar sjaldgæf“ og að einn af hverjum 100.000 fengju blóðtappa. En starfsfólk heilsugæslunnar fullvissaði unga manninn og kærustu hans um að bóluefnið væri öruggt og úr varð að þau fengu Astrazeneca.

Talsmaður lögfræðistofunnar sagði: „Fjölskyldan er að skoða það að stefna fyrir vanrækslu í heilbrigðismálum en bíður eftir niðurstöðum rannsóknarinnar til að ákveða næstu skref.“

Jack Hurn byrjaði að þjást af höfuðverk fljótlega eftir sprautuna og lést 11. júní á síðasta ári á Queen Elizabeth sjúkrahúsinu í Birmingham og sögðu læknar hann hafa fengið banvænan blóðtappa í heila.

Skildu eftir skilaboð