42 ára áströlsk sjónvarpsstjarna bráðkvödd

ThordisErlentLeave a Comment

Erin Jayne Plummer, áströlsk sjónvarpskona lést skyndilega, 42 ára gömul. Hún var þekktust fyrir að stjórna spjallþættinum Stúdíó 10.

Hún skaust til frægðar eftir að hafa tekið þátt í auglýsingaherferð fyrir ferðaþjónustuna sem sýnd var á sjónvarpsstöðinni NBC í Bandaríkjunum. Hún var ráðin í hlutverkið eftir að hún uppgötvaðist á Manly Beach ströndinn í Sydney. Dánarorsök hefur ekki verið gefin upp.

Erin hélt áfram að vinna í sjónvarpi í áratugi - starfaði hjá MTV, The Morning Show og Totally Active TV. Hún var einnig eitt af þekktum andlitum í þolfimi Oz Style í sex ár – sem er með yfir 400 milljónir áhorfenda um allan heim, þegar mest er.

Þá var hún líka margfaldur verðlaunahafi í sundi.

Hún lætur eftir sig eiginmann og þrjár ungar dætur.

Daily Mail.

Skildu eftir skilaboð