Leki í Landsrétti til RÚV, Stundarinnar og Kjarnans (RSK-miðla)

frettinPistlarLeave a Comment

Eftir Pál Vilhjálmsson blaðamann og kennara:

Starfsmaður landsréttar lak gögnum til RÚV, Stundarinnar og Kjarnans, RSK-miðla, er lúta að lögreglurannsókn á byrlun Páls skipstjóra og stuldi á síma hans. Fjórir blaðamann RSK-miðla eru sakborningar í málinu.

Í viðtali við DV viðurkennir einn sakborninganna, Þórður Snær Júlíusson ritstjóri Kjarnans, að hafa fengið gögn landsréttar frá Gunnari Inga Jóhannssyni lögmanni Aðalsteins Kjartanssonar, blaðamanns Stundarinnar. Starfsmaður landsréttar gerði þau mistök þegar hann sendi Gunnari Inga gögnin að senda þau jafnframt á Eyþór Þorbergsson, varasaksóknari hjá Lögreglunni á Norðurlandi eystra. Þannig uppgötvaðist lekinn.

Þess gögn áttu aldrei að fara úr húsi landsréttar enda málsgögn vegna úrskurðar í máli Aðalsteins Kjartanssonar, sem vill ekki mæta í yfirheyrslu lögreglunnar frekar en hinir sakborningarnir.

Þórður Snær á Kjarnanum fær gögnin, sem sýnir nána samvinnu RSK-miðla, og leggur út af þeim með sínum hætti. Í gögnunum eru m.a. upplýsingar um vitnaleiðslur starfsmanna RSK-miðla, annarra en sakborninga. En Þórður Snær nefnir ekki þau nöfn, þótt það séu stórfréttir. Í DV má lesa:

Þórður segir að í gögnunum séu viðkvæmar og persónugreinanlegar upplýsingar sem ritstjórn Kjarnans hafi metið að ættu ekki erindi við almenning.

Það var og. Það á ekki erindi við almenning hvaða starfsmenn RSK-miðla eru vitni í málinu.

Eftir því sem fleiri nöfn kvisast út verður almenningi ljóst hversu víðtækt samsæri RSK-miðla var að byrla Páli skipstjóra og stela síma hans. Sú ljóta saga er ekki öll sögð enn.

Á meðan sakborningarnir á RÚV, Stundinni og Kjarnanum gera allt sem í þeirra valdi stendur til að komast hjá skýrslutöku situr málið fast. Blaðamenn RSK-miðla leika lausum hala og þykjast hæfir til að segja almenningi fréttir. Grunaðir glæpamenn auka ekki tiltrú á íslenskum fjölmiðlum.

Skildu eftir skilaboð