Rússar undirbúa einhliða úrsögn úr WHO og WTO

frettinErlentLeave a Comment

Rússneska ríkisstjórnin undirbýr nú einhliða úrsögn úr ýmsum alþjóðlegum stofnunum, þar á meðal Alþjóðaviðskiptastofnuninni (WTO) og Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO), sagði varaforseti rússneska þingsins, Pyotr Tolstoy, í síðustu viku. „Við höfum hafið vinnu við að endurskoða alþjóðlegar skuldbindingar okkar, sáttmála sem í dag hafa engan ávinning, en skaða þess í stað landið okkar. Utanríkisráðuneytið sendi lista yfir slíka samninga til þingsins,“ sagði … Read More

Forsætisráðherra skipar starfshóp gegn hatursorðræðu

frettinInnlendar3 Comments

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hefur ákveðið að skipa starfshóp gegn hatursorðræðu (e. hate speech) til að bregðast við vísbendingum um vaxandi hatursorðræðu í íslensku samfélagi. Forsætisráðherra lagði fram minnisblað þess efnis í ríkisstjórn á föstudag. Meginhlutverk hópsins verður að skoða hvort stjórnvöld skuli setja fram heildstæða áætlun um samhæfðar aðgerðir stjórnvalda gegn hatursorðræðu. Í því skyni verður starfshópnum falið að gera … Read More

Evrópuríkjum sagt að útbúa bólusetningaáætlun fyrir apabólu

frettinErlent2 Comments

Evrópuríkjum verður sagt að útbúa bólusetningaráætlun til að takast á við vaxandi apabólufaraldur, var fullyrt í dag eftir að Danmörk varð nýjasta landið til að greina apabólutilfelli. Yfirvöld ESB ætla að gefa út áhættumat sem mun ráðleggja öllum aðildarríkjum að útbúa bólusetningaáætlun til að hefta útbreiðslu veirunnar. Ekkert sértækt bóluefni er til fyrir apabólu en til er bóluefni fyrir bólusótt. … Read More