Rússar undirbúa einhliða úrsögn úr WHO og WTO

frettinErlentLeave a Comment

Rússneska ríkisstjórnin undirbýr nú einhliða úrsögn úr ýmsum alþjóðlegum stofnunum, þar á meðal Alþjóðaviðskiptastofnuninni (WTO) og Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO), sagði varaforseti rússneska þingsins, Pyotr Tolstoy, í síðustu viku.

„Við höfum hafið vinnu við að endurskoða alþjóðlegar skuldbindingar okkar, sáttmála sem í dag hafa engan ávinning, en skaða þess í stað landið okkar. Utanríkisráðuneytið sendi lista yfir slíka samninga til þingsins,“ sagði Tolstoy. Í samvinnu við sambandsráðið, ætlum við að skoða þetta og draga okkur út,“ bætti hann við.

Tolstoy sagði að næsta skref væri að segja sig úr WTO og WHO, sem hafa vanrækt allar skuldbindingar gagnvart landinu okkar.“

Evrópsk aðildarríki WHO greiddu atkvæði með ályktun þann 10.maí sl. sem neyðir WHO til að taka ákvörðum um að flytja NCD (non-communicable diseases) skrifstofu WHO út úr Moskvu sem og að fresta öllum fundarhöldum í Rússlandi. Andrey Plutnitsky, aðstoðarheilbrigðisráðherra Rússlands, gagnrýndi ályktunina og sagði hana „gróft brot á stjórnarskrá WHO.“

Politico.

Skildu eftir skilaboð